Fréttir

Setning Ljósanætur

Í dag fóru nemendur á Óskasteini, elstu deild leikskólastigs ásamt nemendum í 3. bekk og 7. bekk í Skrúðgarðinn til þess að fylgjast með setningu Ljósanætur. Allir nemendur í þessum aldursflokkum innan Reykjanesbæjar mættu saman og var mikið fjör þar sem Friðrik Dór endaði á að halda uppi stemningunni og söng í lokin ljósarnæturlagið við flottar undirtektir hjá öllum. Áður en hann steig á svið hafði Kjartan Már bæjarstjóri okkar sett Ljósanótt formlega og var fáninn dreginn að húni. 7. bekkur tók sig til ásamt 8. bekk deginum áður og sýndu þau frábæra samvinnu í smiðju tíma við að útbúa veifur til að nota á setningunni ásamt fána mertum Stapaskóla. Nemendurnir sáu um að búa til form, sníða og klippa út efni sem þau handlituðu fjólublátt, en sá litur er litur Stapaskóla. Nemendur á Óskasteini höfðu einnig unnið hörðum höndum við að undirbúa hristur sem þau lituðu fjólubláar og var virkilega gaman að sjá hvernig þau nýttu hristurnar á athöfninni. Nemendur stóðu sig með stakri príði og voru skólanum og okkar samfélagi til sóma. Virkilega flottur hópur einstaklinga sem naut sín í gleði og ljóst að við eigum flotta fulltrúa hér í skólanum okkar.
Lesa meira

Starfsdagar að hausti

Starfsdagar að hausti voru viðburðarríkir þetta árið. Starfsfólkið kom til starfa á nýjan leik eftir gott og nærandi sumarleyfi þann 15. ágúst og hófu undurbúning kennslu og sinntu starfsþróun. Í ár fengum við til liðs við okkur tvo sérfræðinga þegar að námi og kennslu kemur, Dr. Mark Leather og Ingvar Sigurgeirsson prófessor. Dr. Mark Leather fór yfir óformlegar aðferðir í námi barna og útikennslu með öllum starfsmannahópnum. Mark hefur mikla og fjölbreytta reynslu þegar að menntun barna og ungmenna kemur en hann sérhæfir sig í útivistar- og upplifunaraðferðum við nám og kennslu. Mark kemur með skemmtilega nálgun við lærdóm og nám og telur að upplifun sé best þegar hún er skemmtileg og innihaldsrík. Starfsmannahópurinn lærði mikið á þessu námskeiði hjá Mark sem mun nýtast í vinnu með nemendum skólans. Þann 18. ágúst kom Ingvar Sigurgeirsson prófessor til okkar en hann hefur leitt okkur áfram við að innleiða teymiskennslu undanfarin ár og mun starfa með okkur í vetur og aðstoða okkur við að ganga í takt. Það er afar gagnlegt fyrir okkur sem skólasamfélag að hafa sérfræðing eins og Ingvar okkur innan handar og aðstoða við næstu skref þegar að teymiskennslu kemur en sú kennsluaðferð er frábær og umlykur allt starf skólans.
Lesa meira

Skólasetning haldin hátíðlega

Miðvikudaginn 23. ágúst mættu nemendur í 1. - 10. bekk prúðbúnir á skólasetningu Stapaskóla. Nemendur mættu á sal og hlustuðu á ávarp Gróu Axelsdóttur skólastjóra. Gróa bauð alla hjartanlega velkomna og hafði sérstakt orð á því hvernig við í Stapaskóla leggjum áherslu á fjölbreytt vinnuumhverfir, aðstæður og kennsluhætti með það að leiðarljósi að allir nemendur fái að blómstra á eigin forsendum. Í vetur munu starfa við grunnskólastig um 370 nemendur og 60 starfsmenn, á leikskólastigi eru 89 nemendur og 20 starfsmenn. Helstu áherslur kennslufræði Stapaskóla eru samþætting námsgreina – heildstæð verkefni, áhugasviðsverkefni, fjölbreytt vinnuumhverfi og vellíðan nemada og starfsfólks. Við viljum styrkja starfsmannahópinn í því að takast á við þau ólíku verkefni sem skólastarfið býður uppá. Við höfum undanfarfið sótt námskeið og fræðslu til efla útikennslunám okar í fjölbreyttri mynd og að verða enn betri í teymiskennslu. Við í Stapaskóla viljum vinna verkefni frekar en að vinna í vinnubók, verkefni sem við getum yfirfært í önnur verkefni út fyrir skólastarfið og að nemendur hafi áhrif á hvernig og hvað þeir eru að læra. Hvert er þitt áhugasvið? Hvað langar þig til að vita meira um? Hvernig geri ég það? Hvert leita ég? Þetta eru allt spurningar og ferli sem kennarar munu leiða nemendur í gegnum skólastarfið í vetur. Starfsfólk Stapaskóla fer af stað með mikilli tilhlökkun inn í nýtt skólaár með GLEÐI - VIRÐINGU - SAMVINNU - VINÁTTU að leiðarljósi.
Lesa meira

Kynningarfundur fyrir nýja foreldra á leikskólastigi

Foreldrafundur verður þann 9. ágúst kl. 15.00 í fjölnotasal Stapaskóla 1. hæð. Þar munum við fara yfir áherslur Stapaskóla og kynna fyrir ykkur starfið. Hlökkum til að hitta ykkur. Stjórnendur Stapaskóla
Lesa meira

Sumarleyfi - opnunartími skrifstofu

Skrifstofa Stapaskóla er lokuð frá 27. júní til og með 8. ágúst.
Lesa meira

Óskilamunir

Töluvert magn af óskilamunum liggur nú frammi í aðalanddyri skólans. Um er að ræða fatnað, skóbúnað, yfirhafnir, skólatöskur, íþróttatöskur, brúsa, nestisbox og sitthvað fleira. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma við, á milli kl. 09:00 og 14:00, og fara í gegnum óskilamunina og athuga hvort að þarna leynist eitthvað sem tilheyrir ykkar barni. Miðvikudaginn 28. júní verður farið með ósótta muni í fatasöfnun Rauða krossins.
Lesa meira