HLJÓM-2

HLJÓM-2 er einstaklingspróf í leikjaformi sem kannar hljóðkerfisvitund elstu barna í leikskóla. Það er hannað til að finna þau börn sem gætu verið í áhættu fyrir síðari lesrarerfiðleika. Það er lagt fyrir öll leikskólabörn að hausti á síðasta ári í leikskóla. Með hliðsjón af niðurstöðum prófsins er síðan unnið með þau atriði sem þörf er á að þjálfa sérstaklega hjá hverju barni. Þeim er gjarnan skipt í hópa og áhersla lögð á það sem vinna þarf með. Hjá þeim börnum sem þurfa þykir er prófið er svo endurtekið að vori til að meta framfarir. Niðurstöður fylgja börnunum upp í grunnskólann þar sem þær eru hafðar til hliðsjónar við skipulagningu lestrarnáms

HLJÓM-2 er eingöngu ætlað til notkunar fyrir leikskólakennara/fagfólk sem vinnur með elstu börnum leikskólans.

Hljóm nær yfir aldursskiptinguna 4 ára, 9 mán og 16 daga til 6 ára, 1 mán og 15 daga.

Í Hljóm eru lögð fyrir 7 atriði sem öll gefa vísbendingar um ákveðna áhættu eða ekki.  Þau skiptast í eftirfarandi flokka:

  • Rím
  • Samstöfur
  • Samsett orð
  • Hljóðgreining
  • Margræð orð
  • Orðhlutaeyðing
  • Hljóðtenging