Mat á skólastarfi

Sjálfsmat

Í lögum um grunnskóla 91/2008 eru ákvæði um sjálfsmat skóla. Megintilgangur með sjálfsmati í Stapaskóla er að auðvelda starfsfólki skólans að vinna að framgangi markmiða hans, meta hvort þeim hafi verið náð, endurskoða þau og stuðla að faglegum grundvelli fyrir umbótum. Matið þarf að vera altækt þar sem það nær til allra þátta skólastarfsins og er árangursmiðað, þar sem upplýsingarnar munu verða nýttar sem grundvöllur að ákvarðanatöku um frekari þróun skólastarfs. Matið er jafnframt samstarfsmiðað, þar sem það er unnið af starfsmönnum skólans á grundvelli margvíslegra upplýsinga sem safnað hefur verið saman og það er stofnana- og einstaklingsmiðað þar sem litið er á skólann sem heild og einstaklinga sem þar starfa.

Sjálfsmatsskýrsla

Í skýrslu um sjálfsmat Stapaskóla er greint frá innra mati skólans þar sem tekið er mið af niðurstöðum sem liggja fyrir um innra starf og stefnu Stapaskóla. Matið er unnið af stjórnendum skólans á grunni upplýsinga sem safnað hefur verið. Niðurstöður eru bornar saman við markmið skólans, stefnu Reykjanesbæjar í fræðslumálum og metnar eru sterkar og veikar hliðar skólastarfsins.

Sjálfsmatsskýrsla 2022-2023

Sjálfsmatsskýrsla 2021-2022

Sjálfsmatsskýrsla 2020 - 2021

Sjálfsmatsskýrsla 2019-2020

Umbótaáætlun

Í framhaldi af niðurstöðum af sjálfsmatsskýrslu hvers árs er sett fram umbótaráætlun á grundvelli niðurstaðna sem fram komu í sjálfsmatsskýrslu.

Umbótaáætlun 2020-2023

Skólapúlsinn

Nemendakönnun Skólapúlsins er lögð fyrir úrtak nemenda í 6. - 10. bekk tvisvar á hverju skólaári. Foreldrakönnun Skólapúlsins er lögð fyrir úrtak foreldra á báðum skólastigum annað hvert skólaár. Starfsmannakönnun Skólapúlsins er lögð fyrir allt starfsfólk annað hvert skólaár.

2020 - 2021 - Nemendakönnun, apríl / Nemendakönnun, október / Foreldrakönnun

2021 - 2022 - Nemendakönnun, apríl / Nemendakönnun, október

2022 - 2023 - Nemendakönnun, október / Nemendakönnun, desember / Nemendakönnun, febrúar / Nemendakönnun, apríl / Foreldrakönnun (leikskólastig) / Foreldrakönnun (grunnskólastig)

2023 - 2024 - Nemendakönnun, október / / Nemendakönnun, desember /