Mötuneyti og matseðill

Heitar skólamáltíðir eru í boði í Stapaskóla á sanngjörnu verði og er það fyrirtækið Skólamatur ehf. sem sér um að útbúa matinn. Upplýsingar um fyrirtækið, matseðla, næringargildi máltíða og greiðslufyrirkomulag má  finna á heimasíðu þeirra.  Skólamáltíðir er hægt að borga í áskrift eða með matarmiðum og sér skrifstofa Skólamatar ehf. um að taka við greiðslum.  Foreldrum/forráðamönnum er bent á að hafa samband við Skólamat ehf. varðandi verð og greiðslur annaðhvort með því að fara á vefsíðu fyrirtækisins www.skolamatur.is eða í gegnum síma.