- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
Í Lögum um grunnskóla nr. 91/2008 segir:
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.
Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.
Ráðherra setur reglugerð um starfsemi skólaráða í samráði við samtök sveitarfélaga, kennara og foreldra.
Nánar er kveðið á um starfsemi og hlutverk skólaráða í Reglugerð um skólaráð við grunnskóla.
Í skólaráði skólaárið 2021 - 2022 sitja:
Gróa Axelsdóttir, skólastjóri
Heiða Mjöll Brynjarsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Jón Haukur Hafsteinsson, aðstoðarskólastjóri
Lísa Mjöll Ægisdóttir, fulltrúi kennara
Jóna Helena Bjarnadóttir, fulltrúi kennara
Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir, fulltrúi starfsfólks skóla
Halldóra Bergsdóttir, formaður foreldrafélagsins
Regína Hrönn Sigurðardóttir fulltrúi foreldra
Sigvaldi Arnar Lárusson, fulltrúi grenndarsamfélagsins
Jón Hjörtur Kröyer, fulltrúi nemenda
Jón Orri Sigurgeirsson, fulltrúi nemenda