Stapamix

Stapamix er heiti á þverfaglegu námi sem unnið er í 7.-10. bekk Stapaskóla. Verkefni eru skipulögð í þemum og setja mikinn svip á starf unglingadeildarinnar. Nenemdur fá sex kennslustundir á viku (3 x 80 mínútur) undir Stapamix og er það fast í stundaskrá.
 

Stapamix verkefninn eru mis stór. Stapamix verkefni getur verið allt frá því að taka bara eina tvöfalda kennslustund upp í það að ná yfir þriggja vikna tímabil (18 kennslustundir). Meðal markmiða samþættingarinnar er að nemendur kynnist vel þvert á árganga, læri að vinna með ólíku fólki og taki að sér leiðtogahlutverk í ólíku samhengi.

Stapamix verkefni eru margvísleg og unnin eftir ólíkum leiðum. Lítil einstaklingsverkefni eru af og til lögð fyrir en algengara er að nemendur vinni í minni eða stærri hópum. 

Stapamix verkefni eru skipulögð og kennd af teymi kennara á unglingastigi. Umsjónarkennarar 7.-10. bekkjar og fagkennarar í náttúrufræði og samfélagsfræði taka þátt. Hver kennari ber ábyrgð á ákveðnu fagsviði í sínu daglega starfi og hann gætir þess að þessu fagsviði sé vel sinnt þegar valin eru hæfniviðmið og gengið frá námsmati í Stapamix verkefnunum.

Hér má skoða heimasíðu Stapamixsins en þar eru nánari lýsingar á Stapamixi, hugmyndabanki yfir verkefni sem hægt er að vinna og upplistingar á öðrum stórum verkefnum sem unnin hafa verið á unglingastigi.

Heimasíða Stapamix