Heilsustefna Stapaskóla

 

Þátttöku í Heilsueflandi skóla er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í sínu starfi. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks. Samkvæmt aðalnámsskrá grunnskóla (2013) er Heilsa og velferð einn af sex grunnþáttum menntunar. Þátttaka í Heilsueflandi grunnskóla styður skóla í að innleiða þennan grunnþátt í öllu sínu starfi 

Menntun er mikilvæg forsenda heilbrigðis en jafnframt er líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði og vellíðan mikilvæg forsenda náms og góðs námsárangurs. Börn sem alast upp við heilsueflingu frá unga aldri verða meðvitaðri um mikilvægi og áhrif góðrar heilsu í framtíðinni.  

Stapaskóli hóf innleiðingu Heilsueflandi skóla haustið 2020. Með innleiðingu heilsueflandi skóla viljum við: 

  • Stuðla að góðri heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans. 
  • Örva til þátttöku og ábyrgðar með virðingu fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum og mannréttindum.
  • Að skólaumhverfið sé öruggt og hlúi að nemendum og starfsfólki skólans.
  • Flétta heilsu og velferð saman við daglegt skólastarf.
  • Efla nemendur í námi og félagslífi og til að vera virkir þátttakendur í hvoru tveggja.
  • Efla samstarf við heimili.
  • Leitast við að gera æ betur með því að fylgjast sífellt með, meta stöðuna og endurmeta aðgerðaráætlanir.  

Heilsueflandi skóli leggur áherslu á átta lykilþætti sem tengjast skólastarfinu þeir eru: nemendur, nærsamfélag, hreyfing og öryggi, mataræði og tannheilsa, heimili og fjölskylda, geðrækt, lífsleikni og starfsfólk. Í stefnu skólans er fjallað sérstaklega um þessa þætti.

 

Kynningu um heilsustefnu skólans má finna á video formi hér.