Valgreinar

Framboð valgreina fyrir 7. - 10. bekk er mismunandi á ári hverju. Nemendur velja þær greinar sem þeir hafa mestan áhuga á og síðan aðrar greinar til vara. Mikilvægt er að nemendur skoði vel bæklinginn og kynni sér þær valgreinar sem eru í boði áður en valið er.

Nokkrir punktar sem þarf að huga að við valið:

  • Valgreinar eru kenndar í 8 - 9 vikna lotum.
  • Hver lota er ein valeining.

Nemendur í 7. bekk velja fjórar valeiningar.

  • Velja eina valgrein í hverri lotu á föstudegi (ekki velja á miðvikudegi).

Nemendur í 8. - 10. bekk velja átta valeiningar.

  • Velja valgreinar á miðvikudegi og föstudegi.
  • Nemendur í 8. – 10. bekk geta valið ákveðnar greinar utan skóla – heilsársval.
  • s.s. íþróttir og tómstundir, tónlistarnám, unglingadeildina Klett og Fjörheimaval.
  • Grunnskólaval í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er ýmist fyrir 10. bekk eða 9. og 10. bekk að uppfylltum inntökuskilyrðum - innritunargjald kr. 6.000 (+ efniskostnaður í einstaka greinum).
  • Heilsársval telst sem fjórar valeiningar.

Mikilvægt að setja inn 2 varavalgreinar.

Fara vel yfir áður en þið sendið inn, telja valeiningarnar (fjórar hjá 7. bekk og átta hjá 8. - 10. bekk auk tveggja varavalgreina).

Skila þarf inn vali fyrir 26. maí 2023.

Valgreinabæklingur 2023 - 2024

Rafrænt valblað