Skimanir

Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla 2011 er mat á námi, þroska og velferð barna þannig háttað að safnað eru upplýsingar um það sem börnin eru að fást við og hafa áhuga á, hvað þau geta, skilja og vita. Þessar upplýsingar eru  notaðar til að styðja við þroska og nám barnanna og við skipulagning leikskólastarfsins og í samstarfi við foreldra. Einn liður í mati á námi barna eru skimanir. Með þeim er tilgangurinn að finna vísbendingar um þau börn sem þarfnast snemmtækrar íhlutunar, sérstakrar athygli eða stuðning. Skimanir eru gerðar með leyfi foreldra og niðurstöður þeim kynntar.

EFI-2
HLJÓM-2
TRAS