- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Hægt er að sækja um í frístund rafrænt á mittreykjanes.is. Sótt er um fyrir hvert skólaár í senn. Ef vistunartíma er breytt skal gera það fyrir 15. hvers mánaðar. Segja verður upp vist í frístundaheimili með tveggja vikna fyrirvara. Nauðsynlegt er að tilkynna veikindi og leyfi til umsjónarmanna eða skrifstofustjóra fyrir kl. 13:00 þá daga sem nemendur koma ekki í frístundaheimilið. Einnig er mikilvægt að láta umsjónarmann vita með breytingar á frístundaferðum (rútuferðum).
Gjaldkeri bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar sér um innheimtu gjalda fyrir frístundaheimili.
Umsjónarmaður Stapaskjóls er Aleksandra Malgorzata Rybak (aleksandra.m.rybak(hjá)stapaskoli.is), sími 616-9992.
Frístundaheimilið er fyrir nemendur í 1.- 4. bekk og starfar frá kl. 13:20-16:15 á starfstíma skóla. Boðið er upp á síðdegishressingu alla daga. Frístundaheimilið starfar ekki í jóla- og páskafríum nemenda né á starfsdögum skóla og vetrarfríi.
Frístundaheimilið er lokað á skólasetningardegi, skólaslitadegi, á árshátíðardegi sem og jólahátíðardegi. Mikilvægt er að börn séu sótt kl. 16:15. Skólareglur hvers skóla gilda einnig í frístundaheimilinu. Í frístund er mest byggt á frjálsum leik og útiveru.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 4201600 eða í gegnum Mentor