Hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra

 

-Að mæta í leikskólann og fara-

Mikilvægt er að skapa góð tengsl milli barns, starfsmanna og foreldra. Lögð er áhersla á að taka vel á móti  hverju barni, heilsa því með nafni svo það finni sig velkomið í skólann. Foreldrum bera að fylgja barni sínu inn á leikskólasvæði þar sem starfsmaður tekur á móti barninu og láta stafsmann vita þegar barn er sótt. Það er alltaf best fyrir barnið að geta tekið í daglegu leikskólastarfi og því mikilvægt að vera mætt í skólann áður en hópastarf hefst.

Foreldrum ber að virða þann vistunartíma sem samið hefur um. Í byrjun leikskólagöngu er skráð niður hvort aðrir en foreldrar megi sækja börnin. Ef einhver annar en foreldri sækir barnið þarf að láta starfsmenn vita af því. Barn er aldrei afhent aðila sem virðist vera undir áhrifum lyfja eða áfengis, í slíkum tilfellum er haft samband við barnaverndaryfirvöld. Ekki er leyfilegt að börn undir 12 ára aldri komi með eða sæki börnin.

Við leggjum áherslu á að vera hlýleg og til staðar þegar börnin eru að koma og fara í leikskólann til að skapa góða tengingu milli barna, forelda og starfsmanna.

Gefum börnunum okkar athygli á þessum tíma og gott er að hafa í huga að langar kveðjustundir geta skapað óöryggi og viljum við hvetja foreldra til að hafa þær stuttar, öruggar en fullar af trausti.

-Leikföng að heiman-

_Öll leikföng að heiman eiga að vera heima. Að koma með leikföng í leikskólann skapar óþægindi bæði fyrir hin börnin og starfsmenn. Gott er að barnið venjist því frá upphafi að geyma leiksföng  heima eða í bílnum. Ef börnin þurfa bangsa eða einhverskona öryggistæki í hvíld er það velkomið. Munið eftir að merkja hlutinn og geyma í hólfi barnsins.

-Fataklefinn-

Í fataklefanum fer fram mikið uppeldis- og fræðslustarf. Börnin læra að klæða sig sjálf úr og í, þau hjálpa hvort öðu og fá þá aðstoð sem þau þarfnast. Það eykur sjálfstæði þeirra og styrki sjálfsmynd. Börnin fá tíma til að athafna sig í fataklefanum og áhersla er á jákvæð samskipti.

Foreldrar þurfa að fylgjast með að fatnaður barnanna sé í samræmi við veður. Börnin læra með tímanum að klæða sig sjálf og meta hvaða fatnaður sé við hæfi. Til að auðvelda börnunum að hjálpa sér sjálf þurfa foreldrar að gera hólfið tilbúið fyrir daginn með þeim fatnaði sem barnið er að fara í. Áhersla er á að börnin gangi vel um fataklefann, þau hengi upp fötin og raði skóm. Foreldrar þurfa að ganga frá hólfi barnsins á hverjum degi svo það sé aðgengilegt og snyrtilegt.

Tæma þarf hólf barnsins á hverjum föstudegi og yfirfara aukafatnað.

NAUÐSYNLEGT er að fatnaður barnanna sé vel merktur. Óskilamunum er safnað saman og foreldar geta farið reglulega yfir. Óskilamunir fara svo í Rauða krossinn og er það auglýst sérstaklega til foreldra.

-Veikindi og fjarvistir-

Mikilvægt er að veikindi og fjarvistir nemenda séu tilkynnt. Foreldar geta skráð veikindi eða leyfi sjálfir í gegnum Völu - foreldraappið eða hringt á skrifstofu skólans 420-1600. Við gerum ekki tekið á móti veikum börnum. Eins er nauðsynlegt að barnið jafni sig af veikindum heima og mæti í leikskólann aftur þegar það er tilbúið að taka þátt í öllu starfi leikskólans, úti og inni. Eftir veikindi er mögulegt að fá að vera inni í einn til tvo  daga, innivera er ekki leyfð sem fyrirbyggjandi vegna mögulegra veikinda. Börnum er ekki gefin lyf í leikskólanum. Ef barn veikist eða slasast í leikskólanum er hringt í foreldra.

-Svefn og hvíld-

Svefn og hvíld er barni nauðsynleg, ekki síst á fyrstu árum ævinnar þegar vöxtur og þroski er sem mestur. Þreytt barn á erfitt með takast á við daginn. Hvíldin er sniðin eftir aldri og þroska barna. Elstu börnin fara í rólegar stundir í minni hópum þar sem er lesið, hlustað á tónlist, sögur og fl. eða önnur róleg verkefni tekin fyrir.

-Samverustundir-

Í samverustund er lögð áhersla á að efla mál-, vitsmuna- og félagsþroska, þar gefst okkur öllum tækifæri til þess að vera saman. Gagnlegt er að leggja inn lög, sögulestur/sögn, halda úti leiksýningu, virkja tjáningu barna sem og læða að ýmsum fróðleik sem er verið að vinna með hverju sinni.

-Útivera-

Ung börn hafa ríka þörf fyrir hreyfingu, skólalóð Stapaskóla er fjölbreytt og búin góðum tækjum fyrir börn á leikskólaaldri. Ekki þarf að leita langt til að komast í snertingu við dásamlega ósnorta náttúru. Stafsfólk gefur börnunum tíma og rými til að kanna umhverfi sitt og velja viðfangsefni eftir áhugasviði. Markmið okkar er að njóta útiveru og að börnin alist upp við að útivera sé hluti af daglegu lífi þeirra. Fatnaður barnanna þarf að vera í samræmi við veðurfar hverju sinni.

-fatnaður-

Skólinn er vinnustaður barnanna og því gott að hafa hugfast að þau komi í þægilegum vinnufatnaði sem þolir hnjask og óhreinindi. Mikilvægt er að merkja allan fatnað. Merktur fatnaður kemur frekar í leitirnar ef hann tínist. Börnin þurfa að hafa aukaföt í hólfum sínum, nærfatnað, sokka, buxur og peysu.

-Breytingar á högum barnsins-

Mikilvægt er að foreldrar tilkynni breytt heimilisfang og símanúmer heima og í vinnu. Einnig biðjum við foreldra að láta vita um stórvægilegar breytingar á högum barnsins t.d. við skilnað, andlát eða alvarleg veikindi. Gott upplýsingastreymi gerir okkur kleyft að veita barninu stuðning við hæfi við ákveðnar aðstæður.