Náms- og starfsráðgjöf

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa,

samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla, er að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðru starfsfólki skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Aðstoð náms- og starfsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að nemendur fái betur notið sín í námi og starfi og auðveldi ákvörðun um nám og starf að loknum grunnskóla.

Náms- og starfsráðgjafi skipuleggur náms- og starfsfræðslu og sér um einstaklings- og hópráðgjöf. Náms- og starfsráðgjafi situr í lausnateymi, eineltisteymi og nemendaverndarráði og tekur þátt í vinnu annarra nefnda eða hópa sem snúa að velferð og framtíðaráformum nemenda.

Náms- og starfsráðgjafi Stapaskóla er Ljiridona Osmani,
netfang: ljiridona.osmani@stapaskoli.is