Fréttir & tilkynningar

26.09.2020

Foreldrafræðsla og uppeldisnámskeið framundan

Skólaþjónustan býður uppá ýmis fræðslu- og uppeldisnámskeið sem miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og aðstoða börnin við að takast á við tiltekinn vanda. Ólík námskeið eru í boði og eru þau sérsniðin að ólíkum aldri og þörfum barnanna. Námskeiðin byggja á vel rannsökuðum aðferðum og allir leiðbeinendur hafa viðurkennda og löggilda fagmenntun.
23.09.2020

Stöðvavinna hjá 2. bekk

Í 2. bekk er unnið með stöðvavinnu 3 daga í viku. Stöðvarnar eru 12 og eru 2-3 nemendur á hverri stöð í 20 mínútur í senn. Á stöðvunum er unnið með það sem verið er að kenna hverju sinni í byrjendalæsi, stærðfræði og samfélagsfræðigreinum. Þá er líka hlustun, lestur, fingrafimi o.fl. Stöðvavinnan gefur frábært tækifæri til að koma til móts við ólíkar þarfir nemendanna.
22.09.2020

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2020

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Stapaskóla föstudaginn 18.september. Nemendur frá 4 ára og til 9.bekkjar tóku þátt í hlaupinu. Hlaupið var hringurinn í kringum skólann sem er 0,8 km. Hlaupið er keppni á milli árganga um það hvaða árgangur hleypur flesta km að meðaltali. Verðlaunaafhending fer fram í október. Mikill hugur var í nemendum árganganna um að hlaupa sem mest. Allir stóðu sig frábærlega við mikla hvatningu kennara.
21.09.2020

List fyrir alla

21.09.2020

Gjöf frá UMFN

Það er alltaf líf og fjör í skólanum