Fréttir & tilkynningar

12.03.2024

Innritun tilvonandi 1. bekkinga í grunnskóla fyrir skólaárið 2024-25

Innritun er hafin fyrir börn sem eiga að fara í 1. bekk grunnskóla í Reykjanesbæ haustið 2024. Gert er ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börn sín fyrir 20. apríl. Í Reykjanesbæ sækja nemendur grunnskóla samkvæmt skólahverfum. Foreldrar sækja um skólavist fyrir börn sín á íbúavefnum Mitt Reykjanes. Hér má skoða frekari upplýsingar um grunnskóla Reykjanesbæjar
06.03.2024

Starfsdagur á leikskólastigi

Samkvæmt skóladagatali er starfsdagur á leikskólastigi fimmtudaginn 7. mars. Þann dag eru starfsmenn í undirbúningi og fræðslu. Leikskólinn er því lokaður. On thursday 7th of march the kindergarten school is closed as scheduled in the school calende...
04.03.2024

Verkefni um viðbragðsaðila á Óskasteini

Krakkarnir á Óskasteini eru að vinna með viðbragðsaðila eftir aðferðafræði könnunaraðferðinnar. Í gegnum könnunaraðferðina læra börn með því að framkvæma (learning by doing). Liður í því var að fá vin okkar Gunnar Jón hjá Brunavörnum Suðurnesja í heimsókn að sína okkur sjúkrabíl og segja okkur frá sjúkraflutningum. Til að sýna þeim hvernig þetta virkar allt saman var Ísabella lögð á börurnar og sögðust sjúkraflutningamennirnir ætla að fara með hana á elliheimilið. Það fannst krökkunum mjög fyndið. Síðan fengu allir að skoða sjúkrabílinn. Mikið er nú gott að eiga svona góða vini hjá Brunavörnum Suðurnesja, takk fyrir heimsóknina.

Það er alltaf líf og fjör í skólanum