Fréttir & tilkynningar

25.01.2023

Sólkerfið - þemavinna í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk voru að klára að læra um sólkerfið en lokaverkefnið þeirra snérist um að búa til líkan af sólkerfinu í réttum hlutföllum við sólina. Nemendur voru einstaklega áhugasamir og vinnusemi var til fyrirmyndar. Verkefnið vakti mikla lukku og upp spruttu miklar umræður um fjarlægð og stærð sólkerfisins ásamt vangaveltum um af hverju tunglið okkar var ekki sýnilegt á líkaninu. Verkefnið byggist á verkefni frá vísindasmiðjunni sem finna má hér.
25.01.2023

Foreldrasími Heimilis og skóla

Heimili og skóli - landssamtök foreldra, hafa aukið við þjónustu sína og eru farin að bjóða upp á Foreldrasíma Heimilis og skóla. Foreldrasíminn er hugsaður fyrir foreldra og fagfólk til að fá ráðgjöf og stuðning. Í Foreldrasímanum eru veittar upplýsingar um hvert skal leita með mál og ráðgjöf veitt eftir atvikum til að styðja við og efla foreldrasamstarf og jákvæð samskipti foreldra og skóla.
23.01.2023

Bóndadagur í leikskóla Stapaskóla

Við á leikskólastigi Stapaskóla héldum upp á bóndadaginn sl. föstudag en fyrsti dagur mánaðarins þorra í gamla norræna tímatalinu er nefndur bóndadagur. Lára, starfsmaður í leikskólanum, kom í Íslenskum þjóðbúningi og fannst krökkunum hún mjög fín. Í hádeginu var kjötsúpa í matinn en jafnframt fengu allir líka smakk af þorramat. Sumir voru mjög hugrakkir og smökkuðu hákarlinn en flestir héldu sig við það sem þau þekkja eins og slátur, sviðasultu, hangikjöt og harðfisk.
20.12.2022

Jólaleyfi

Það er alltaf líf og fjör í skólanum