Fréttir & tilkynningar

05.11.2025

Baráttudagur gegn einelti - grænn dagur

Baráttudagur gegn einelti fer fram á landsvísu þann 8. nóvember. Markmiðið með deginum er að efna til umræðu og fræðslu gegn einelti og leita leiða til jákvæðari samskipta.  Föstudaginn 7. nóvember hvetjum við alla til að mæta í einhverju grænu til ...
28.10.2025

Foreldrar / forráðamenn fylgjast með veðri!

Nú spáir frekar vondu veðri seinnipartin í dag, þriðjudaginn 28. október. Við biðjum foreldra að fylgjast vel með veðurspám og vera viðbúin að þurfa að sækja börnin þegar skóla lýkur ef veðurspá gengur eftir. Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf. Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni. Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Við slíkar aðstæður eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.
18.10.2025

Viðurkenning fyrir eTwinning verkefni ársins 2025

Það var hátíðleg stund á Nauthóli í vikunni þegar Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, afhenti verðlaun Erasmus+ fyrir framúrskarandi skólastarf og nýsköpun í tungumálakennslu. Stapaskóli hlaut þar viðurkenningu fyrir eTwinning ...

Það er alltaf líf og fjör í skólanum