Fréttir

Sólkerfið - þemavinna í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk voru að klára að læra um sólkerfið en lokaverkefnið þeirra snérist um að búa til líkan af sólkerfinu í réttum hlutföllum við sólina. Nemendur voru einstaklega áhugasamir og vinnusemi var til fyrirmyndar. Verkefnið vakti mikla lukku og upp spruttu miklar umræður um fjarlægð og stærð sólkerfisins ásamt vangaveltum um af hverju tunglið okkar var ekki sýnilegt á líkaninu. Verkefnið byggist á verkefni frá vísindasmiðjunni sem finna má hér.
Lesa meira

Foreldrasími Heimilis og skóla

Heimili og skóli - landssamtök foreldra, hafa aukið við þjónustu sína og eru farin að bjóða upp á Foreldrasíma Heimilis og skóla. Foreldrasíminn er hugsaður fyrir foreldra og fagfólk til að fá ráðgjöf og stuðning. Í Foreldrasímanum eru veittar upplýsingar um hvert skal leita með mál og ráðgjöf veitt eftir atvikum til að styðja við og efla foreldrasamstarf og jákvæð samskipti foreldra og skóla.
Lesa meira

Bóndadagur í leikskóla Stapaskóla

Við á leikskólastigi Stapaskóla héldum upp á bóndadaginn sl. föstudag en fyrsti dagur mánaðarins þorra í gamla norræna tímatalinu er nefndur bóndadagur. Lára, starfsmaður í leikskólanum, kom í Íslenskum þjóðbúningi og fannst krökkunum hún mjög fín. Í hádeginu var kjötsúpa í matinn en jafnframt fengu allir líka smakk af þorramat. Sumir voru mjög hugrakkir og smökkuðu hákarlinn en flestir héldu sig við það sem þau þekkja eins og slátur, sviðasultu, hangikjöt og harðfisk.
Lesa meira

Cole vann Ljóðaflóð 2022

Í tilefni af degi íslenskrar tungu í nóvember síðastliðnum hélt Menntamálastofnun, í samstarfi við Krakkarúv, ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóð 2022. Sigurvegari á unglingastigi var Cole, nemandi í 10. bekk Stapaskóla. Við óskum Cole innilega til hamingju með frábæran árangur!
Lesa meira

Samskiptadagur - Grunnskólastig

Á fimmtudaginn í næstu viku, þann 26. janúar, verður samtalsdagur hér í Stapaskóla. Þá mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal hjá umsjónarkennurum. Þennan dag er því ekki hefðbundin skóli en frístundaheimillið Stapaskjól er þó opið á milli kl. 8:00 og 16:15.
Lesa meira

Bóndadagur í leikskólanum

Fyrsti dagur þorra er nefndur bóndadagur og er hann núna á föstudaginn 20. janúar. Í tilefni af deginum ætlum við að bjóða í þjóðlegt þorrakaffi og eru pabbar og afar, bræður eða frændur velkomnir í heimsókn frá kl. 14:30 - 15:30.
Lesa meira

Leikskólastig fær bókagjöf

Í dag barst leikskólastigi vegleg bókagjöf. Gjöfin innihélt sex barnabækur úr bókaflokknum um Litla fólkið og stóru draumana. Með gjöfinni fylgja kveðjur til allra barna og ungmenna á Íslandi, með hvatningu til þess að auka lestur á íslensku.
Lesa meira

Jólaleyfi

Þá styttist í að allir nemendur og starfsfólk Stapaskóla fari í jólaleyfi. Nemendur grunnskólastigs eru komnir í leyfi og byrja aftur 4. janúar samkvæmt stundaskrá. Nemendur leikskólastigs fara í leyfi eftir Þorláksmessu og mæta aftur 2. janúar.
Lesa meira

Skólahald aflýst á leik - og grunnskólastigi 20. desember

Í ljósi mikillar ófærðar og áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa skólahaldi við Stapaskóla á leik- og grunnskólastigi. Ákvörðunin sem tekin er í samráði við umhverfissvið bæjarins er til að tryggja öryggi barna, fækka bílum í umferð og til að snjómokstur geti gengið greiðlega fyrir sig. Bæði götur og gangstéttar eru illfærar sem stendur og þá munu ferðir strætisvagna liggja niðri á morgun.
Lesa meira