Fréttir

Þemadagar í nóvember

Dagana 17.-19. nóvember héldum við þemadaga tileinkaða Barnasáttmálanum. Nemendur á öllum stigum fengu fræðslu um Barnasáttmálann og unnu fjölbreytt verkefni. Á grunnskólastigi unnu nemendur á stöðvum þar sem unnið var með ýmsar greinar Barnasáttmálans. Nemendum í 1.-4. bekk og í 5.-10. bekk var skipt í hópa þvert á árganga.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Þann 16. nóvember var haldið upp á dag íslenskrar tungu í Stapaskóla þar sem nemendur komu fram á sal í fjölbreyttum skemmtiatriðum. Dagurinn er haldinn ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson (1807-1845) var með lærðustu mönnum síns tíma. Hann var með guðfræðipróf, stundaði nám í lögfræði og lauk síðar prófi í náttúruvísindum frá Kaupmannahafnarháskóla. Jónas fór í rannsóknarferðir um Ísland og skrifaði dagbækur og skýrslur um íslenska náttúru. Auk vísindastarfa var Jónas virkur í útgáfu tímaritsins Fjölnis, hann orti fjölmörg kvæði, samdi sögur og þýddi erlend skáldverk á íslenska tungu. Í myndasafni skólans má sjá myndir af atriðum nemenda skólans.
Lesa meira

9. og 10. bekkur tók þátt í samræðuverkefni um íslenska tungumálið

Nýlega tóku nemendur í 9. og 10. bekk þátt í samræðuverkefni um íslenska tungumálið. Nemendur fengu fjölda staðreynda um íslenskt tungumál sem þeir ræddu og flokkuðu í þrjá flokka: + Já, ég er sammála + Nei, ég er ósammála + Bæði og… (ég get verið sammála í ákveðnum aðstæðum og ósammála í öðrum). Þegar allar staðreyndirnar höfðu verið flokkaðar færðu nemendur rök fyrir skoðunum sínum og kennari safnaði hugmyndunum saman. Umræðurnar voru dregnar saman í pistil sem Abdallah, Gabríela og Matthildur fluttu á sal Stapaskóla á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2021. Í kjölfarið unnu þeir upptöku og gáfu leyfi til að birta hana á netinu. Verkefnið er samið af Jóhanni Björnssyni, heimspekikennara í Réttarholtsskóla og það má nálgast í námsefni hans á vefnum: https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/sextiuogagtta_aefingar/59/#zoom=z
Lesa meira

Starfsdagur í Stapaskóla / planning day in Stapaskóli

Fimmtudaginn 25. nóvember er starfsdagur hjá grunnskólastigi í Stapaskóla. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Thursday 25th of November is a planning day at the primary school level in Stapaskóli. Therefore there is no school for students and the leisure center is closed.
Lesa meira

Skertur dagur á leikskólastigi

Samkvæmt skóladagatali er skertur nemendadagur á leikskólastigi mánudaginn 22. nóvember kl.13.00. Leikskólastigið lokar því kl.13.00 þennan dag.
Lesa meira

Lokun leikskólastigs milli jóla- og nýárs 2021

Kæru foreldrar/forráðamenn Við viljum minna á að leikskólar Reykjanesbæjar verða lokaðir daganna 27.desember til 30.desember 2021 samkvæmt ákvörðun fræðsluráðs frá 6.desember 2019. Við opnum aftur 3. janúar eftir jólaleyfi. Foreldrar munu ekki greiða leikskólagjöld fyrir þá daga sem lokað er í leikskólanum.
Lesa meira

Skólastarf í takmörkunum

Frá mánudeginum 15. nóvember er grunnskólastarfið með eftirfarandi hætti. Tilhögun skólastarfsins getur verið ólíkt milli skóla þar sem aðstæður eru mismunandi. Í grunninn byggist skipulagið á eftirfarandi þáttum: • Í grunnskólum gilda almennar reglur um 50 manna fjöldatakmörk o Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni, göngum og í matsal er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun. Einnig eiga fjöldatakmarkanir ekki við um frímínútur á skólalóð • Nálægðarmörk eru 1 metri milli ótengdra aðila o Ef ekki er hægt að virða mörkin er skylt að nota andlitsgrímu. Þrátt fyrir þetta eru íþróttir með snertingu áfram heimilar hjá börnum og fullorðnum. Enn fremur eru nemendur í 1. til 4. bekk undanþegin 1 metra reglunni o Þá er heimilt að víkja frá 1 metra nálægðartakmörkun milli nemenda í grunnskólum þar sem henni verður ekki viðkomið. • Nemendur í 1. – 10. bekk eru undanþegin grímuskyldu • Starfsfólk skal nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörkun o Starfsfólki er heimilt að taka niður grímu eftir að sest er niður inni í skólastofum • Blöndun milli hópa er heimil • Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skólabyggingu, um að nota andlitsgrímur. Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum í þessu saman.
Lesa meira

Starfsdagur á grunnskólastigi

Föstudaginn 5. nóvember er starfsdagur hjá grunnskólastigi í Stapaskóla. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Friday November 5th is a teachers work day at the primary school level in Stapaskóli. Therefore there is no school for students and the leisure center is closed.
Lesa meira

Stapaskóli þátttakandi í rannsókn með Háskóla Íslands

Á vordögum tóku starfsmenn, nemendur og atrkitektar þátt í Evrópskri rannsókn á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem snýr að því að skoða framsækið skólaumhverfi. Markmiðið var að greina hvort og þá hvernig áætlanir um framsækið skólaumhverfi hafi náð fram að ganga út frá ólíkum sjónarhornum. Framkvæmdin fór þannig fram að hópur fólks gekk um skólann með matslista og skráði hjá sér athugasemdir. Í kjölfarið var haldinn fundur og rætt saman. Verkefni heitir Collaborative Redesign with schools og ef þið viljið kynna ykkur betur getið þið farið inn hér. Nú er komin út skýrsla rannsóknarinnar. Við hvetjum ykkur að skoða hana. Þið farið inn á hana hér.
Lesa meira

Stapaskóli - hjarta samfélagsins og menningarmiðstöð

Þann 20. október birtist grein um skólastarf í Stapaskóla í Skólaþráðum sem er tímariti samtaka áhugafólks um skólaþróun. Þar fjallar Gróa skólastjóri um upphafið, skólabygginguna og kennslufræði skólans. Fyrir þá sem vilja kynna sér betur skólastarfið þá geta þeir lesið greinina hér.
Lesa meira