Fréttir

Óskilamunir

Töluvert magn af óskilamunum liggur nú frammi í aðal anddyri skólans. Um er að ræða fatnað, skóbúnað, yfirhafnir, skólatöskur, íþróttatöskur, brúsa og sitthvað fleira. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma við og fara í gegnum óskilamunina og athuga hvort að þarna sé leynist eitthvað sem tilheyrir ykkar barni. Föstudaginn 18. júní verður farið með ósótta muni í fatasöfnun Rauða krossins.
Lesa meira

Opnunartími skrifstofu í sumar

Skrifstofa skólans er opinn til og með föstudagsins 6. júlí en þá ætlum við að fara í sumarfrí. Starfsmenn Stapaskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars. Hlökkum til að sjá alla í haust.
Lesa meira

Þemadagar

Þemadagar Stapaskóla stóðu yfir dagana 1-4. júní. Þema dagana voru hetjur og var nemendum skipt upp í hópa þvert á skólann. Það er í hverjum hóp voru nemendur frá 5 ára til 15. ára sem unnu saman í ýmiskonar smiðjum þar sem reynt var á íþróttir og listir. Í smiðjunum gerðu nemendur stuttmynd, bjuggu til teiknimyndasögu, útfærðu þemalög, útbjuggu búninga og fána og æfðu sig fyrir hetjuleikana sem haldnir voru á fimmtudeginum 3. júní. Á hetjuleikunum kepptu liðin svo í fjölbreyttum áskorunum og þrautum og hvöttu hvort annað áfram. Sama dag fengu nemendur svo tækifæri til þess að horfa á upptökur af sýningunni Alli og lampinn sem leikfélag skólans hefur verið að vinna að í vetur. Föstudaginn 4. júní var svo skertur skóladagur nemendur gengu um skólann og skoðuðu þemadaga verk hvors annars. Þá voru úrslit hetjuleikana tilkynnt ásamt því að viðurkenningar voru veittar frá öllum smiðjum.
Lesa meira

Vorhátíð Stapaskóla

Mánudaginn 7. júní héldu nemendur á elstu deild leikskólastigs og á grunnskólastigi Stapaskóla upp á vorhátíð. Á vorhátíðinni var árgangakeppni þar sem keppt var í mismunandi þrautum og hafði hver árgangur valið sér sinn lit til þess að einkenna sig á hátíðinni. Nemendur í 3. bekk, 6. bekk og 8. bekk báru sigur úr býtum hver í sínum flokki í þessari skemmtilegu þrautakeppni. Eftir þrautakeppnina mætti dansari frá Dans Afríka Iceland og kenndi nemendum og starfsfólki afró dansa á skólalóðinni. Þegar því var lokið mætti Friðrik Dór á svið og söng og skemmti krökkunum. Að lokinni dagskrá fengu allir krakkar pylsur og svala áður en þau fóru heim.
Lesa meira

Kynningarfundur fyrir nýja foreldra á leik- og grunnskólastigi

Mánudaginn 14. júní verður kynningarfundur fyrir foreldra barna sem eru að hefja leikskólagöngu sína og þeirra sem eru að byrja í 1.bekk. Fundurinn hefst kl 15.00 og er í fjölnotasal Stapaskóla. Hlökkum til að sjá ykkur
Lesa meira

Strætóferð yngstu barna.

Sælir kæru forldrar og velunnarar Stapaskóla. Strætóferðir leikskólabarna Við á Álfa- og Völusteini erum farin að fara með börnin í stuttar ferðir í strætó. Fyrsti hópurinn fór á þriðjudagsmorgun með fjórum börnum af hvorri deild. Farið var með strætó og var förinni heitið í Stekkjarkot. Þaðan gengum við í gamla landnámsdýragarðinn þar sem við borðuðum nesti. Því næst gengum við niður í Narfakotsseylu. Þar er skemmtilegt útikennslusvæði, tjörn, fjara og margt skemmtilegt. Það var töluvert af pappírsrusli sem börnin tóku saman ásamt kennurum og höfðu á brott með sér. Það er ofsalega gaman að fara með börnin þessa stuttu leið rétt út fyrir þeirra nærumhverfi. Við hlökkum mjög mikið til þess að fara í fleiri ferðir
Lesa meira

Vorhátíð Stapaskóla

Vorhátíð - Stapabikarinn Mánudaginn 7. júní er uppbrotsdagur í Stapaskóla þar sem nemendur taka þátt í Stapabikarnum og fá skemmtun frá Dans Afríka og Friðrik Dór. Nemendur mæta í skólann kl.8.30 og fara heim að lokinni pylsuveislu sem hefst kl.11.30. Frístundaheimilið Stapaskjól opnar að loknum hádegismat fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar. Hver árgangur frá 5 ára eru með sinn lit sem kennarar senda heim til upplýsinga.
Lesa meira

Skólaslit 8. júní 2021

Nemendur mæta prúðbúnir í heimatvennd til umsjónarkennara Kl. 9.00 nemendur í 2., 4., 6. og 8. bekk Kl. 10.00 nemendur í 1., 3., 5., 7. og 9. bekk Að þessu sinni mæta nemendur án foreldra. Ávarp skólastjóra, hrósskjöl lesin upp og vitnisburður afhentur.
Lesa meira

Málþing Stapaskóla 2021

Málþing Stapaskóla Uppgjör teymiskennslu skólaárið 2021 – 2022 Í dag var starfsdagur í Stapaskóla þar sem allir starfsmenn tóku þátt í málþingi sem fól í sér að gera upp starf vetrarins þar sem við vorum svo lánsöm að vera með Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Háskóla Íslands í farabroddi. Ingvar leiddi okkur áfram í því að ganga í takt í teymiskennslu og innleiða þá frábæru kennsluaðferð. Teymin kynntu eitt til tvö verkefni sem lögð voru fyrir í vetur í anda teymiskennslu og má með sanni segja að gróska, fjölbreytni, sköpun og samvinna einkenni skólastarfið hér í Sapaskóla. Hér eru teymin að þróa skólastarfið í anda teymiskennslu, með samþættingu námsgreina, með hringekjum, aldursblöndun og flæði í smiðjum þar sem nemendur fá að njóta sín. Starfsfólkið leggur sig fram við að skapa umhverfi svo nemendur fái að blómstra og um leið að gera skólastarfið skemmtilegt. Það var einkennandi að heyra hvernig teymin hafa lagt sig fram við að nýta sína styrkleika, að slípa saman „teymishjónabandið“ sem hefur leitt af sér stórkostleg verkefni og samvinnu. Eftir kynningarnar fóru allir í kaffihúsastörf þar sem unnið var út frá rýni í vinnu vetrarins og um leið velt fyrir sér hvar við verðum stödd innan 5 ára. Við í Stapaskóla erum nú að ljúka okkar fyrsta skólaári í nýrri byggingu sem samrekinn leik- og grunnskóli. Að skapa slíkt umhverfi þar sem flæði er á milli skólastiga og tækifærin óteljandi fyllir starfsfólkið af gleði og áhuga fyrir því að móta einstaklinga sem fara fullir af sjálfstrausti út í lífið.
Lesa meira

Annar í hvítasunnu og starfsdagur, 24. og 25. maí.

Kæru foreldrar og forráðamenn. Framundan er hvítasunnuhelgin og er annar í hvítasunnu mánudaginn 24. maí, þá er almennur frídagur. Þriðjudaginn 25. maí er svo skipulagsdagur í Stapaskóla. Allir nemendur eiga frí þessa daga og frístundaheimilið Stapaskjól er lokað.
Lesa meira