Fréttir

Umferðarskólinn - fyrir börn sem eru að hefja grunnskólagöngu

Samgöngustofa heldur úti umferðarskóla fyrir elsta hóp leikskólabarna. Í umferðarskólanum er m.a. fjallað um öryggi barna í bílum, hvernig fara eigi yfir götu, hvar öruggast sé að hjóla og leika sér úti. Leikskólar sjá nú um umferðarskólann sjálfir í samvinnu við Samgöngustofu. Í þessari viku fengu börnin á Óskasteini umferðafræðslu en í henni má sjá innipúkann og krakkana úr Kátugötu bregða fyrir sem nemendur þekkja úr bókunum sem sendar eru heim til allra barna á aldrinum 3-6 ára.
Lesa meira

Refurinn er lukkudýr Stapaskóla

Vorið 2022 stakk Birna Margrét Færseth, nemandi í Stapaskóla, upp á því að skólinn þyrfti að eiga lukkudýr og að hún gæti búið það til. Hún gerði skissur að nokkrum dýrum og haustið 2022 var haldin kosning meðal nemenda skólans um hvaða dýr yrði fyrir valinu. Refurinn hlaut yfirburða kosningu og í kjölfarið pantaði Birna þá hluti sem þurfti til að hún gæti skapað refabúning sem hægt væri að nota á stórviðburðum í skólanum.
Lesa meira

Íþróttadagur Stapaskóla 2023

Föstudaginn 19. maí fór fram íþróttadagur Stapaskóla. Þar keppa árgangar sín á milli um stapabikarinn. Keppt er í 12 greinum t.d. púsl, bandý, pokahlaup, boðhlaup, negla nagla og fl. Óskasteinn, elstu börnin á leikskólastigi, tóku þátt með grunnskólastiginu og stóðu sig svakalega vel og fengu viðurkenningarskjal í lok dags.
Lesa meira

Starfsdagur föstudaginn 12. maí

Föstudaginn 12. maí er starfsdagur á leik- og grunnskólastigi. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Við sjáumst svo hress og kát mánudaginn 15. maí. // Friday the 12th of May is teacher work day at the primary school level. The school and the after-school program are therefore closed for students. See you back on Monday the 15th of May.
Lesa meira