- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Það var hátíðleg stund á Nauthóli í vikunni þegar Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, afhenti verðlaun Erasmus+ fyrir framúrskarandi skólastarf og nýsköpun í tungumálakennslu.
Stapaskóli hlaut þar viðurkenningu fyrir eTwinning verkefni ársins 2025 á Íslandi fyrir verkefnið Ink of Unity – Celebrating our True Colors. Verkefnið var unnið undir handleiðslu Hólmfríðar Rúnar Guðmundsdóttur og Selmu Ruth Iqbal, kennara við Stapaskóla, í samstarfi við skóla víða um Evrópu.
Verkefnið snýst um að efla skapandi tjáningu, samvinnu og gagnkvæma virðingu meðal nemenda með sameiginlegum listrænum verkefnum. Ink of Unity fangar kjarnann í eTwinning – að efla alþjóðavitund, fjölmenningu og samskiptahæfni ungs fólks – og í þessu tilviki er það gert í gegnum list, tungumál og jákvæða sjálfsmynd.
Auk viðurkenningarinnar sem verkefni ársins hlutu Hólmfríður og Selma einnig gæðaviðurkenningu eTwinning frá Rannís og Landskrifstofu Erasmus+ fyrir faglega og metnaðarfulla vinnu í alþjóðlegu skólasamstarfi.
Við í Stapaskóla erum afar stolt af þessum frábæra árangri Hólmfríðar og Selmu, sem endurspeglar þá sköpun, fagmennsku og samvinnu sem einkennir skólastarfið okkar. Þær eru sannar fyrirmyndir í alþjóðlegu samstarfi og hvatning fyrir bæði nemendur og starfsfólk skólans.
Hér má lesa meira um verkefnið Ink of Unity – Celebrating our True Colors þegar það var valið eTwinning verkefni mánaðarins.
Mynd fengin af Facebook síðu Mennta- og barnamálaráðuneytisins.