19.05.2023
Vorið 2022 stakk Birna Margrét Færseth, nemandi í Stapaskóla, upp á því að skólinn þyrfti að eiga lukkudýr og að hún gæti búið það til. Hún gerði skissur að nokkrum dýrum og haustið 2022 var haldin kosning meðal nemenda skólans um hvaða dýr yrði fyrir valinu. Refurinn hlaut yfirburða kosningu og í kjölfarið pantaði Birna þá hluti sem þurfti til að hún gæti skapað refabúning sem hægt væri að nota á stórviðburðum í skólanum.
Lesa meira
19.05.2023
Föstudaginn 19. maí fór fram íþróttadagur Stapaskóla. Þar keppa árgangar sín á milli um stapabikarinn. Keppt er í 12 greinum t.d. púsl, bandý, pokahlaup, boðhlaup, negla nagla og fl. Óskasteinn, elstu börnin á leikskólastigi, tóku þátt með grunnskólastiginu og stóðu sig svakalega vel og fengu viðurkenningarskjal í lok dags.
Lesa meira
11.05.2023
Föstudaginn 12. maí er starfsdagur á leik- og grunnskólastigi. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Við sjáumst svo hress og kát mánudaginn 15. maí. // Friday the 12th of May is teacher work day at the primary school level. The school and the after-school program are therefore closed for students. See you back on Monday the 15th of May.
Lesa meira
05.05.2023
Þann 9. ágúst hefst sumarfrístund fyrir þá nemendur sem fara í 1. og 2. bekk haustið 2023. Starfsemin er frá kl. 9.00 - 15.00 alla virka fram að skólasetningu. Börnin fá hádegismat og síðdegisnesti en taka með nesti til að borða fyrir hádegi. Starfsemin fer fram í stofum 1. og 2. bekkjar.
Lesa meira
04.05.2023
Nemendur okkar í Skólahreystiliðinu náðu glæsilegum árangri í undankeppni Skólahreysti í gær. Liðið sigraði sinn riðil og tekur þar af leiðandi þátt í úrslitakeppninni sem fer fram þann 20.maí. Við óskum nemendum okkar þeim Leonard, Völu, Jens, Júlíönu, Írisi og Gísla til hamingju með árangurinn.
Lesa meira