Fréttir

Kökukeppni í heimilisfræði í 5. bekk

Kökukeppni í heimilisfræði í 5. bekk. Í heimilisfræði í 5. bekk hefur Hrönn heimilisfræðikennari það til siðs að ljúka smiðjunni með kökugerðarkeppni. Fyrstu tveir hópur ársins eru búnir að taka þátt í kökukeppninni. Þá skiptu þau sér í fjóra hópa í hvorri smiðjunni og hver hópur fyrir sig ákvað hvað skyldi baka. Í fyrri smiðjunni bökuðu hóparnir fjórir marengstertu, súkkulaðiköku, eplaköku og bananatertu. Seinni hópurinn bakaði hinsvegar tvær súkkulaðikökur, marengstertu og hnallþóru með tvennskonar botnum, bæði súkkulaðibotni og hefðbundnum svampbotni. Allt saman afar bragðgóðar og flottar kökur. Hrönn fékk fjórar starfsmenn við skólann til þess að dæma í keppninni en dæmt var eftir útliti og bragði. Hjá fyrri hópnum var það var gamla góða eplakakan sem bar sigur úr býtum hjá fyrri hópnum. Bakararnir voru þær Birta og Alexandra Ólöf. Í seinni hópnum var það marengstertan sem hafði vinninginn en hana bökuðu Emelía Rós og Elana. Dómararnir höfðu þó að orði að allar kökurnar hefðu bragðast afar vel og að valið hefði verið erfitt. Það voru því kátir og hressir krakkar sem luku við heimilisfræðismiðju eftir fyrstu lotu með fulla bumbu af köku!
Lesa meira

Sameiginleg söngstund á útisvæði

Á mildum og góðum dögum getur verið gaman að brjóta upp hið hefðbundna starf í leikskólanum. Það höfum við gert undanfarið og verið með sameiginlega söngstund á útisvæði. Það er fátt betra en að syngja hástöfum úti undir beru loft, þenja lungun vel og fá frískt loft í leiðinni. Ferskt loft er gott fyrir lungun og kemur blóðinu á hreyfingu. Svo léttir söngur lundina.
Lesa meira

Starfsdagur á leikskólastigi

Á miðvikudaginn 25. september er starfsdagur á leikskólastigi. Þá eru kennarar og starfsfólk að efla sig í starfi með fræðslu og samvinnu. Leikskólastigið er því lokað þennan dag.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ og Stapaskóla

Föstudaginn 6.september 2024 fór fram Ólympíuhlaupið hjá okkur í Stapaskóla. Í Ólympíuhlaupinu hlaupa og/eða ganga nemendur 1,8 km hring í hverfinu okkar og reyna að ná eins mörgum hringjum að þau geta á einni klukkustund. Markmið með Ólympíuhlaupinu er að hvetja nemendur að stunda holla hreyfingu og að allir taki þátt. Hlaupið fór fram í góðu veðri og var mikil gleði og ánægja meðal nemenda í hlaupinu. Árangur skólans var frábær og hljóp skólinn samtals 949 hringi eða 1708 km. Veitt voru sérstök viðurkenningarskjöl í eftirfarandi flokkum 1.-4.bekkur 3 hringi (5km) eða meira. 5.-10.bekkur 5 hringir (9km) eða meira. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir þann árgang sem fór að meðaltali flesta kílómetra. Í ár var það níundi bekkur sem unnu þessi verðlaun. Frábært og vel heppnað Ólympíuhlaup hjá okkur í Stapaskóla.
Lesa meira

Starfsdagur á grunnskólastigi

Föstudaginn 13. september er starfsdagur á grunnskólastigi Stapaskóla, frístundaheimilið Stapaskjól er einnig lokað þann dag vegna starfsdags. Kennarar og starfsfólk skóla nýtir daginn í fræðslu, skipulag og undirbúning.
Lesa meira

Farsæld barna - samþætting þjónustu

Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 tekið gildi. Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 - 18 ára aldurs. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Strax við fæðingu barns, eða eftir atvikum á meðgöngu, eiga foreldrar og börn rétt á þjónustu tengiliðar eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu þjónustu á fysta stigi í samræmi við óskir foreldra og eða barns. Tengiliður er einstaklingur í nærumhverfi barnsins: Tengiliðir Stapaskóla eru eftirfarandi: Pálína Hildur Sigurðardóttir er tengiliður á leikskólastigi, netfang palina.h.sigurdardottir@stapaskoli.is Elísabet Sigríður Guðnadóttir er tengiliður á leikskólastigi, netfang elisabet.s.gudnadottir@stapaskoli.is Rannveig J. Guðmundsdóttir er tengiliður á grunnskólastigi, netfang rannveig.j.gudmundsdottir@stapaskoli.is
Lesa meira

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólanemendur

Nú í vetur verður sú breyting að skólamáltíðir (hádegismatur) grunnskólanemenda verða gjaldfrjálsar fyrir alla nemendur. Til að framkvæmd þessi verði sem best þurfa foreldrar/forráðafólk nú að skrá hvern nemanda í mataráskrift ef vilji er til að nýta skólamatinn. Skráning nemenda í áskrift er nauðsynleg til að tryggja máltíðir fyrir alla sem þess óska en með því má halda matarsóun í lágmarki. Skráning í mataráskrift hefst fimmtudaginn 22. ágúst 2024 á www.skolamatur.is Á hverjum degi bjóðum við upp á tvo næringarríka aðalrétti, þar af er annar ávallt vegan. Meðlætisbar er í boði daglega og á honum má finna fjölbreytt úrval af fersku grænmeti og ávöxtum. Á heimasíðu Skólamatar: www.skolamatur.is finnur þú upplýsingar um matseðla, innihaldslýsingar og næringarútreikning allra máltíða. Þar er einnig hægt að skrá sig á póstlista og fá þá matseðilinn í tölvupósti. Við erum dugleg að deila upplýsingum og öðrum fróðleik á samfélagsmiðlana okkar. Þú getur fylgt okkur þar: www.facebook.com/skolamatur og @skolamatur_ehf á Instagram.
Lesa meira