30.04.2024
Á morgun miðvikudaginn 1. maí er verkalýðsdagurinn sem er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Þennan dag er frí í skólanum og frístundaheimilið lokað.
Lesa meira
30.04.2024
Í síðustu viku héldu nemendur árshátíð sína og var hún með glæsilegasta móti. Þar komu nemendur fram frá elsta hópi leikskólastigs til elstu nemenda grunnskólastigs. Hvert atriði á fætur öðru var framúrskarandi og greinilegt að mikill undirbúningur hjá nemendum og kennurum hefur átt sér stað. Við erum ótrúlega stolt af nemendum okkar og þeirra framkomu. Einnig var virkilega gaman að sjá hvað margir gestir sáu sér fært að koma.
Í myndasafni sjáið þið fleiri myndir.
Lesa meira
23.04.2024
Á fimmtudaginn 24. apríl er sumardagurinn fyrsti og skólinn því lokaður.
Föstudaginn 25. april er svo starfsdagur á bæði leik- og grunnskólastigi
Starfsfólk Stapaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegs sumars.
Lesa meira
05.04.2024
Fimmtudaginn 14. Mars fór hópur í 5. Bekk í vettvangsferð. Ferðinni var heitið að Kálfatjörn í Innri-Njarðvík. Ætlunin var að skoða ferskvatn og lífríkið þar í kring. Gengið var á svæðið og notið þess að vera úti í góðu og fersku lofti. Þegar komið var á staðinn tók á móti hópnum góður fjöldi af Stokköndum og fengu nemendur upplýsingar um atferli þeirra, börnin hvöttu endurnar áfram í leit sinni að réttum maka og töldu svo fjölda mismunandi tegunda af plöntum sem fundust á svæðinu.
Á leiðinni heim skoðaði hópurinn Stapakot og ímyndaði sér hvernig það væri að búa í slíku húsnæði á árum áður. Þegar komið var í nálægð Stapaskóla var hugurinn farinn að reika að þeim steinum sem fundust á víð og dreif í náttúrunni. Ákveðið var að taka nokkra með upp í skóla og skoða þá betur. Við skoðun kom í ljós að einn reyndist innihalda glópagull.
Góð byrjun á deginum fyrir áhugasama nemendur sem virkilega nutu þess að láta áhugann reika og fá svör við spurningum sem komu upp.
Lesa meira
03.04.2024
Nýtt skóladagatal fyrir veturinn 2024-2025 er nú komið í birtingu á heimasíðu okkar. Hægt er að finna dagatalið undir flipanum skóladagatal hér á forsíðunni. Hægt verður að nálgast skóladagatal þessa árs á sama stað út þetta skólaár.
Lesa meira
27.03.2024
Þann 1. apríl verður Stapaskóli 5 ára og af því tilefni ætlum við að halda skemmtun á sal skólans föstudaginn 5. apríl kl.12.30. Við bjóðum fjölskyldum, gestum og velunnurum skólans velkomna.
Skúffukaka og drykkir verða í boði að lokinni dagskrá.
Lesa meira
21.03.2024
Síðasti kennsludagur fyrir páska á grunnskólastigi er föstudagurinn 22. mars. Frístundaheimilið Stapaskjól er einnig lokað í páskafríinu. Leikskólastig er áfram opið dymbilvikuna 25. - 27. mars en þá hefst páskafrí á leikskólastigi.
Fyrsti skóladagur eftir páska er þriðjudagurinn 2. apríl.
Starfsfólk óskar ykkur gleðilegra páska og hlökkum til að taka á móti börnum ykkar með bros á vör þriðjudaginn 2. apríl.
Lesa meira
21.03.2024
Í byrjun mars hlaut Stapaskóli þrjár miljónir í styrk fyrir verkefnið Vinnustofa gegn fordómum, sem leitt er af þeim Selmu Rut Iqbal Ísat kennara, Lindu Ósk Júlíusdóttir Þroskaþjálfa og Guðrúnu Sigríði Magnúsdóttur Kennara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um styrkinn en hann kemur úr þróunarsjóði innflytjendamála. Alls hlutu 17 verkefni og rannsóknir samtals 50 milljónir króna.
Markmið styrksins er að auka lýðræðislegrar þátttöku innflytjenda og bæta aðgerðir gegn fordómum, haturstjáningu og ofbeldi og margþættri mismunun.
Markmið verkefnisins okkar í Stapaskóla er að þróa vinnustofu til að vinna gegn fordómum og hatursorðræðu í samfélagi fjölbreytileikans í Reykjanesbæ. Vinnustofan verður þróuð í samvinnu við sérfræðinga og áhersla verður lögð á nemendalýðræði og því munu nemendur á unglingastigi í Stapaskóla taka mikilvægan þátt í þróun hennar. Vinnustofan verður fyrst unnin með nemendum í 10.bekk í Stapaskóla og vonir standa til að aðrir grunnskólar í Reykjanesbæ munu í framhaldinu taka þátt og þannig munu vonandi flestir nemendur í 10.bekk í Reykjanesbæ fara í gegnum vinnustofu gegn fordómum og hatursorðræðu.
Lesa meira