Fréttir

Íþróttadagur Stapaskóla 2024

Íþróttadagur Stapaskóla fór fram þann 10. maí 2024. Allt stefndi í gott veður en þegar á hólminn var komið rigndi hressilega á nemendur, kennara og starfsfólk. Á íþróttadeginum keppa árgangar um Stapabikarinn. Bikar er veittur fyrir hvert stig (yngsta stig, miðstig og unglingastig). Nemendur tóku þátt í ýmsum þrautum sem settar voru upp á skólalóðinni. Eftir þrautirnar var haldið inn í tröllastiga og verðlaunaafhending fór fram. Nemendur á Óskasteini fengu allir viðurkenningarskjal fyrir þátttöku á íþróttadeginum. Á yngsta stigi unnu nemendur í 3.bekk Stapabikarinn, 6.bekkur vann á miðstigi og 8.bekkur á unglingastigi. Eftir verðlaunaafhendingu var boðið uppá pítsaveislu.
Lesa meira

Uppstigningardagur, skertur dagur og starfsdagur framundan

Kæru foreldrar og forráðamenn. Á morgun fimmtudaginn 9. maí er uppstigningardagur og þá er skólinn lokaður. Á föstudag er svo íþróttadagur á grunnskólastigi sem er skertur dagur, frístund er þó opinn að loknum skóladegi. Mánudaginn 13. maí er starfsdagur á grunnskólastigi og skertur dagur á leikskólastigi en þá er leikskólinn lokaður frá 13.00
Lesa meira

Verkalýðsdagurinn 1. maí

Á morgun miðvikudaginn 1. maí er verkalýðsdagurinn sem er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Þennan dag er frí í skólanum og frístundaheimilið lokað.
Lesa meira

Árshátíð haldin hátíðlega

Í síðustu viku héldu nemendur árshátíð sína og var hún með glæsilegasta móti. Þar komu nemendur fram frá elsta hópi leikskólastigs til elstu nemenda grunnskólastigs. Hvert atriði á fætur öðru var framúrskarandi og greinilegt að mikill undirbúningur hjá nemendum og kennurum hefur átt sér stað. Við erum ótrúlega stolt af nemendum okkar og þeirra framkomu. Einnig var virkilega gaman að sjá hvað margir gestir sáu sér fært að koma. Í myndasafni sjáið þið fleiri myndir.
Lesa meira

Sumardagurinn fyrsti og starfsdagur

Á fimmtudaginn 24. apríl er sumardagurinn fyrsti og skólinn því lokaður. Föstudaginn 25. april er svo starfsdagur á bæði leik- og grunnskólastigi Starfsfólk Stapaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegs sumars.
Lesa meira