23.08.2023
Miðvikudaginn 23. ágúst mættu nemendur í 1. - 10. bekk prúðbúnir á skólasetningu Stapaskóla.
Nemendur mættu á sal og hlustuðu á ávarp Gróu Axelsdóttur skólastjóra. Gróa bauð alla hjartanlega velkomna og hafði sérstakt orð á því hvernig við í Stapaskóla leggjum áherslu á fjölbreytt vinnuumhverfir, aðstæður og kennsluhætti með það að leiðarljósi að allir nemendur fái að blómstra á eigin forsendum. Í vetur munu starfa við grunnskólastig um 370 nemendur og 60 starfsmenn, á leikskólastigi eru 89 nemendur og 20 starfsmenn.
Helstu áherslur kennslufræði Stapaskóla eru samþætting námsgreina – heildstæð verkefni, áhugasviðsverkefni, fjölbreytt vinnuumhverfi og vellíðan nemada og starfsfólks. Við viljum styrkja starfsmannahópinn í því að takast á við þau ólíku verkefni sem skólastarfið býður uppá. Við höfum undanfarfið sótt námskeið og fræðslu til efla útikennslunám okar í fjölbreyttri mynd og að verða enn betri í teymiskennslu.
Við í Stapaskóla viljum vinna verkefni frekar en að vinna í vinnubók, verkefni sem við getum yfirfært í önnur verkefni út fyrir skólastarfið og að nemendur hafi áhrif á hvernig og hvað þeir eru að læra. Hvert er þitt áhugasvið? Hvað langar þig til að vita meira um? Hvernig geri ég það? Hvert leita ég? Þetta eru allt spurningar og ferli sem kennarar munu leiða nemendur í gegnum skólastarfið í vetur.
Starfsfólk Stapaskóla fer af stað með mikilli tilhlökkun inn í nýtt skólaár með GLEÐI - VIRÐINGU - SAMVINNU - VINÁTTU að leiðarljósi.
Lesa meira
08.08.2023
Foreldrafundur verður þann 9. ágúst kl. 15.00 í fjölnotasal Stapaskóla 1. hæð. Þar munum við fara yfir áherslur Stapaskóla og kynna fyrir ykkur starfið.
Hlökkum til að hitta ykkur.
Stjórnendur Stapaskóla
Lesa meira
26.06.2023
Skrifstofa Stapaskóla er lokuð frá 27. júní til og með 8. ágúst.
Lesa meira
13.06.2023
Töluvert magn af óskilamunum liggur nú frammi í aðalanddyri skólans. Um er að ræða fatnað, skóbúnað, yfirhafnir, skólatöskur, íþróttatöskur, brúsa, nestisbox og sitthvað fleira. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma við, á milli kl. 09:00 og 14:00, og fara í gegnum óskilamunina og athuga hvort að þarna leynist eitthvað sem tilheyrir ykkar barni. Miðvikudaginn 28. júní verður farið með ósótta muni í fatasöfnun Rauða krossins.
Lesa meira
06.06.2023
Þema- og vorhátíð grunnskólastigs verður á morgun, miðvikudaginn 7. júní.
Lesa meira
06.06.2023
Sumarhátíð leikskólans verður á morgun, miðvikudaginn 7. júní kl. 14: 00. Við ætlum að byrja í matsalnum okkar í leikskólanum þar sem verður boðið upp á skúffuköku fyrir börnin. Eftir það má fara yfir á útsvæði leikskólans þar sem hoppukastalar verða í boði foreldrafélagsins. Einnig verður starfsfólk leikskólans með nokkrar stöðvar þar sem hægt verður að smíða, mála með vatni, blása sápukúlur og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Lesa meira