Fréttir

Logi og Glóð - Leikskólaheimsókn

Brunavarnir Suðurnesja heimsækir árlega elstu börnin á leikskólum á þjónustusvæðinu til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Slökkviliðsmenn hafa Loga og Glóð sér til halds og trausts í þessum heimsóknum, en þau eru aðstoðarmenn slökkviliðsins í þessu verkefni. Einnig fá börnin í hendurnar möppur sem í er ýmislegt er tengist brunavörnum auk skemmtilegra verkefna og einfaldra ráðleggingar til foreldra og forráðamanna um öryggi heimilisins.
Lesa meira

List og lífbreytileiki - boðskort á sýningu

Í vetur kom frétt um heimsókn frá rithöfundinum Sverri Norland í tengslum við samvinnuverkefni frá Náttúruminjastofnun Íslands þar sem nemendur í 5. og 6. bekk fengu kennslu í skapandi skrifum. Eftir heimsóknina héldu nemendur áfram vinnu við skrif og einbeittu sér að því að segja sögur af lífverum eða hlutum í ákveðnum vistkerfum.
Lesa meira

Páskafrí

Mánudaginn 3. apríl hefst páskafrí hjá grunnskólastigi Stapaskóla. Nemendur í 1. - 10. bekk mæta aftur til starfa þriðjudaginn 11. apríl samkvæmt stundaskrá. Nemendur á leikskólastigi fara í páskafrí fimmtudaginn 6. apríl og mæta til starfa aftur þriðjudaginn 11. apríl. Gleðilega páska
Lesa meira

Suðurnesjamót í Skólaskák

Suðurnesjamót grunnskóla í skólaskák fer fram 19. apríl í Stapaskóla Reykjanesbæ. Mótið hefst 13:30 en mæting er 13:15. Hver skóli af svæðinu getur mætt með ótakmarkaðan fjölda keppenda. Teflt verður í einstaklingsflokkum 1.–4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.–10. bekkur.
Lesa meira

Fræðslukvöld Fjörheima og FFGÍR

Þann 27. mars kl. 19:30-20:30 verða Fjörheimar með fræðslukvöld um notkun samfélagsmiðla meðal ungmenna í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Skúli Bragi Geirdal frá Fjölmiðlanefnd kemur til að ræða niðurstöður rannsóknarinnar „börn og netmiðlar.“ Starfsfólk Fjörheima ræða einnig um nýja fræðslu sem byggir á niðurstöðum rannsóknarinnar en á næstu dögum verður farið með fræðsluna í alla grunnskóla bæjarins.
Lesa meira

Skertur dagur á leikskólastigi 16. mars

Samkvæmt skóladagatali er skertur dagur á leikskólastigi fimmtudaginn 16. mars frá kl. 13.00. Leikskólastigið lokar því fyrr þennan dag og við biðjum ykkar að vera búin að sækja börnin fyrir kl. 13.00.
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Hljómahöll í gær 9. mars. Þar komu saman keppendur úr 7. bekk frá öllum grunnskólum Reykjanesbæjar og kepptu fyrir hönd síns skóla. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin er ávallt sett á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og þá byrja nemendur að æfa upplestur á fjölbreyttum texta.
Lesa meira

Starfsdagur mánudaginn 13. mars - Grunnskólastig

Mánudaginn 13. mars er starfsdagur á grunnskólastigi. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Við sjáumst svo hress og kát þriðjudaginn 14. mars. // Monday the 13th of March is teachers work day at the primary school level. The school and the after-school program are therefore closed for students. See you back on Tuesday the 14th of March.
Lesa meira