Ólympíuhlaup ÍSÍ

Þriðjudaginn 12. september fór fram Ólympíuhlaup ÍSÍ hjá Stapaskóla. Nemendur stóðu sig einstaklega vel og lögðu mikið á sig. Hlaupið var ræst klukkan 10:20 og stóð til klukkan 11:20. Krakkarnir áttu að hlaupa eins marga hringi og þau gátu á þessum klukkutíma. Við höfum búið til sérstakan Ólympíuhlaups hring, en hann er tæplega 1,8 km.

Veitt voru sérstök viðurkenningarskjöl í eftirfarandi flokkum

1.-4. bekkur 3 hringir (5km) eða meira.

5.-10. bekkur 6 hringir (10,5 km) eða meira

Einnig voru veitt sérstök verðlaun fyrir þann árgang sem fór að meðaltali flesta kílómetra. Í ár var það Sjöundi bekkur, sem að fór flesta kílómetra.

Stapaskóli hljóp í heild sinni 1555km.

Dagurinn gekk virkilega vel fyrir sig, þar sem bæði nemendur og veður stóðu sig frábærlega.

 

Fleiri myndir hér.