06.12.2022
Nemendur á unglingastigi Stapaskóla hafa í nóvember unnið hörðum höndum að hinni árlegu Stapavöku. Verkefnið er unnið í hópum eða einstaklingslega og er markmiðið að eflast í vísindalegum vinnubrögðum, miðlun upplýsinga og sjálfstæðum vinnubrögðum. Vakan er unnin sem vísindavaka og fengu nemendur tækifæri á að vinna æfingarverkefni til að tengjast betur því sem kæmi þar á eftir. Að því loknu var farið af stað og hönnuð tilraun með það að leiðarljósi að geta útskýrt skýrt og greinilega niðurstöður tilraunar í formi töflu, myndrits eða skífurits. Áhersla ársins var einmitt niðurstöður og skipti því miklu máli að vanda frásögn sína og upplýsingagjöfina alla.
Lesa meira
01.12.2022
Á morgun 2. desember er komið að að uppskeruhátið í Stapavöku og eru foreldrar boðnir hjartanlega velkominir á milli kl.10:10 - 12:00.
Stapavaka er vísindavaka og er nú haldin í annað skipti hjá okkur í skólanum. Nemendur í 7. – 10. bekk taka þátt og keppast við að hanna tilraun, framkvæma hana, taka upp upplýsingar og setja upp plakat með því sem þeir lærðu. Í ár er áhersla á niðurstöður og munu nemendur setja fram niðurstöður í munnlegu formi ásamt því að sýna töflur, myndrit eða annað sem við á.
Síðustu tvær vikur hafa nemendur verið á fullu að leggja lokahönd á verkefnið sitt með því að taka upp myndband, skrifa skýrslu og úrbúa plakat fyrir sýninguna.
Það hefur verið spennandi að fylgjast með verkefnavinnu þeirra í þessu þema og hlökkum við mikið til að sjá lokaafurð þeirra.
Við vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært að kíkja í heimsókn á morgun og skoða þessa frábæru vinnu sem hefur verið í gangi hjá börnunum ykkar.
Lesa meira
01.12.2022
Á morgun föstudag 2. desember kl.14.30 bjóða nemendur leikskólastigs foreldrum/forráðamönnum í piparkökur og kaffisopa. Nemendur hafa verið í óðaönn að baka piparkökur og skreyta skólann sinn. Við hlökkum mikið til að taka á móti gestum í notalega stund.
Lesa meira
28.11.2022
Í haust bauðst nemendum í 5. og 6. bekk að taka þátt í þróunarverkefni á vegum Náttúruminjasafns Íslands. Verkefnið ber nafnið List og lífbreytileiki og hlaut það styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands. Umsjónarmenn verkefnisins eru þær Helga og Ragnhildur, safnkennarar Náttúruminjasafns Íslands. Alls eru 8 skólar víðsvegar af landinu sem koma að þessu verkefni og þykir okkur heiður að vera partur af þeim flotta hópi.
Lesa meira
22.11.2022
Fimmtudaginn 24. nóvember er starfsdagur á grunnskólastigi. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Við sjáumst svo hress og kát föstudaginn 25. nóvember.
Thursday the 24th of November is a teachers work day at the primary school level. The school and the after-school program are therefore closed for students. See you back on Friday the 25th of November.
Lesa meira
21.11.2022
Nokkra mánudaga í nóvember koma kennaranemar úr Listaháskóla Íslands (LHÍ) í Stapaskóla og kenna smiðju í 9. og 10. bekk. Nemarnir eru á námskeiði um heimspekilega samræðu sem kennd er af Ingimari Waage lektor við LHÍ og Brynhildi Sigurðardóttur kennara á unglingastigi Stapaskóla.
Lesa meira
16.11.2022
Lubbi er íslenskur fjárhundur. Hann er duglegur við að gelta og þá heyrist ,,voff-voff-voff“. Lubba langar mikið að læra að tala en þá vandast málið því þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Krakkarnir í leikskólanum ætla að hjálpa Lubba að læra íslensku málhljóðin með söng og ýmsum öðrum æfingum.
Því er það viðeigandi að afmælisdagurinn hans Lubba er í dag, 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. Af því tilefni var haldið upp afmælið hans í leikskólanum þar sem Lubbi fékk afmæliskórónu og afmælissöng og svo var boðið upp á saltstangir.
Lesa meira
11.11.2022
Þemadagar voru haldnir í Stapaskóla 9.-11. nóvember sem endaði með glæsilegri þemasýningu hjá grunnskólastigi. Þemað að þessu sinni var “Allt um heilsuna”. Nemendur á yngra og miðstigi, 1. til 6. bekk, unnu að fjölbreyttum verkefnum sem snéru að heilsu og hugarfrelsi. Í 7.-10. bekk var unnið með heilastöðvarnar þar sem farið var yfir hvernig helstu stöðvarnar vinna og hvernig við getum unnið okkur úr festuhugarfari yfir í vaxandi hugarfar. Nemendur á leikskólastigi tóku að sjálfsögðu þátt í þemadögunum. Var þeim skipt upp í hópa sem fór svo á milli stöðva. Allar stöðvarnar snéru að vináttu, heilsu og hugarfrelsi. Nemendurnir fóru t.d. í vettvangsferðir, útileiki og jóga þar sem voru gerðar öndunaræfingar, teygjur og endað á hugleiðslu.
Lesa meira
11.11.2022
Þemadagar voru haldnir í Stapaskóla dagana 9. – 11. nóvember. Þemað í ár var Allt um heilsuna og ákváðum við að láta gott af okkur leiða með því að taka þátt í verkefninu Jól í skókassa. Hópur nemenda á unglingastigi hélt utan um verkefnið ásamt Heiðu umsjónarkennara í 10. bekk og komu nemendur með hluti til að setja í kassana að heiman. Þátttaka var vonum framar og voru útbúnir 108 skókassar sem munu gleðja börn í Úkraínu þessi jól. Þökkum við foreldrum og velunnurum skólans fyrir sín framlög í verkefnið en þetta verður árlegur viðburður hér í skólanum þannig að við munum næsta haust byrja snemma að safna skókössum :)
Lesa meira