Logi og Glóð - Leikskólaheimsókn

Brunavarnir Suðurnesja heimsækir árlega elstu börnin á leikskólum á þjónustusvæðinu til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Slökkviliðsmenn hafa Loga og Glóð sér til halds og trausts í þessum heimsóknum, en þau eru aðstoðarmenn slökkviliðsins í þessu verkefni. Einnig fá börnin í hendurnar möppur sem í er ýmislegt er tengist brunavörnum auk skemmtilegra verkefna og einfaldra ráðleggingar til foreldra og forráðamanna um öryggi heimilisins.

Markmið verkefnisins er þríþætt:

  • Að tryggja góðar og traustar eldvarnir í leikskólum í samvinnu við starfsfólk.
  • Að veita elstu börnunum fræðslu um eldvarnir í leikskólum í samvinnu við starfsfólk.
  • Að minna foreldra og forráðamenn barnanna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir á heimilum í lagi og veita þeim ráðgjöf í því sambandi.

Í dag var svo komið að lokum þessa verkefnis en þá kom Gunnar Jón verkefnastjóri eldvarnaeftirlitsins með viðurkenningarskjal handa börnunum og bauð þeim svo út að skoða slökkviliðsbíl og þá fengu allir að prófa að sprauta vatni með brunaslöngu.

Hér má sjá myndir frá heimsókninni: Logi og Glóð - Leikskólaheimsókn