Suðurnesjamót í Skólaskák 2023

Skólaskákmót á vegum Skáksambands Íslands var haldið í Stapaskóla 19. apríl sl. 180 krakkar úr grunnskólum á Suðurnesjum kepptu í þremur aldursflokkum á þessu glæsilega stórmóti. Keppendur komu frá Gerðaskóla, Háaleitisskóla, Heiðarskóla, Myllubakkaskóla, Sandgerðisskóla og Stapaskóla.

Vinningshafar mótsins voru:

Yngsta stig:
1. Magnús Máni - Heiðarskóli
2. Magni Sævar – Sandgerðisskóli
3. Gunnar Breki – Stapaskóli

Miðstig:
1. Ingi Rafn – Heiðarskóli
2. Arnar Smári – Stapaskóli
3. Ragnar Örn - Heiðarskóli

Elsta stig:
1. Þórarinn – Gerðaskóli
2. Jakob G. – Myllubakkaskóli
3. Herbert S. - Stapaskóli

Skáksamband Íslands hafði veg og vanda af framkvæmd mótsins. Ingvar Jónsson, Stefán Bergsson og Kristófer Gautason voru skákstjórar mótsins. Eins og áður kom fram voru keppendur um 180 talsins sem fór langt fram úr væntingum með þátttöku sem er frábært. Væntingar og vonir standa til þess að halda sambærilegt eða enn stærra mót að ári liðnu.

Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju og þökkum öllum kærlega fyrir komuna og þátttökuna.

Hér má sjá myndir frá mótinu: Suðurnesjamót í Skólaskák 2023

Hér má sjá brot úr Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta: