Skóladagatal grunnskólastigs 2023 - 2024

Skóladagatal grunnskólastigs hefur nú verið samþykkt af starfsfólki Stapaskóla, skólaráði og fræðsluráði Reykjanesbæjar.

Skipulag skóladagatalsins er með þeim hætti að nemendur mæta í 180 daga til starfa, innan þess eru skertir dagar, uppbrotsdagar, starfsdagar o.s.frv.

Samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga við Kennarasambands íslands skulu skóladagar nemenda vera 180 á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Sérstakir starfsdagar kennara á starfstíma nemenda eru fimm og skulu ákveðnir af skólastjóra í samráði við kennara og með hliðsjón af kjarasamningum. Starfsdagar kennara utan starfstíma nemenda eru 8 talsins.

Hvað tákna þessir dagar sem eru öðruvísi:

  • Skertur dagur - þá eru nemendur styttri skóladag en frístundaheimilið alltaf opið. Er litaður grænn í skóladagatalinu. Á skólasetningu, skólaslitum, árshatíð og jólahátíð er frístundaheimilið lokað.
  • Uppbrotsdagur - þá er öðruvísi kennsla í gangi og stundaskrá nemenda og kennara önnur. Er tilgreindur á skóladagatali en ekki í sérstökum lit.
  • Starfsdagur - þá er allt starfsfólk skólans í vinnu við endurmenntun og samráðs. Frístundaheimilið er lokað á þeim dögum. Er litaður fjólublár á skóladagatalinu.
  • Vetrarfrí er litað blátt á skóladagatali og þá er skólinn lokaður.