Fréttir

Sísköpunarsprettur grunnskóla Reykjanesbæjar ýtt úr hlaði!

Í gær afhenti Rotaryklúbbur Keflavíkur öllum grunnskólum Reykjanesbæjar þrívíddarprentara að gjöf í tilefni þess að í ár hefur Sísköpunarsprettur grunnskólana göngu sína. Sísköpunarsprettur er verkefni sem leitt er af þeim Hauki Hilmarssyni, Brynju Stefánsdóttur og Sveinbirni Ásgrímssyni kennarar við Stapaskóla en þau hlutu styrk úr Nýsköpunar - og þróunarsjóði Reykjanesbæjar skólaárið 2021- 2022 til þess að setja á laggirnar nýsköpunarkeppni grunnskóla Reykjanesbæjar sem nú hefur fengið nafnið Sísköpunarsprettur með það að markmiði að hvetja til hönnunar og sköpunar í gegnum endurvinnslu og endurnýtingu. Stapaskóli þakkar félögum Rótarýklúbbsins kærlega fyrir veglega gjöf sem á eftir að nýtast nemendum skólans vel.
Lesa meira

Fylgjumst með veðri!

Nú spáir frekar vondu veðri á morgun, þriðjudaginn 22. febrúar. Við biðjum foreldra að fylgjast vel með veðurspá. Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf. Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni. Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Við slíkar aðstæður eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.
Lesa meira

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Í dag, 16. febrúar, var skólakeppni Stapaskóla í Stóru upplestrarkeppninni haldin. Nemendur úr 7. bekk eru búnir að æfa upplestur frá Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sl. Sex nemendur unnu sér rétt til þátttöku í skólakeppninni eftir bekkjarkeppni sem haldin var sl. mánudag. Þeir sex nemendur sem unnu sér rétt til þátttöku í skólakeppninni voru: Amelía Sara Kamilsdóttir Elías Snær Steingrímsson Elma Rún Arnarsdóttir Gísli Kristján Traustason Ísey Rún Björnsdóttir Klaudia Lára Solecka Keppnin tókst einstaklega vel og höfðu nemendur undirbúið sig vel bæði heima og í skólanum. Dómarar keppninnar í ár voru þau Guðný Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Njarðvíkurskóla, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi Reykjanesbæjar og Ninna Stefánsdóttir kennari í Stapaskóla. Sigurvegarar kepninnar fá keppnisrétt á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Hljómahöll 3. mars nk. Sigurvegararnir voru þau Gísli Kristján og Ísey Rún. Auk þeirra var Amelía Sara valin sem varamaður en þau koma öll til með að halda áfram æfingum og undirbúa sig fyrir lokakeppnina. Nemendur fengu mikið hrós fyrir þátttöku sína í bæði bekkjarkeppninni og skólakeppninni auk þess að hafa verið góðir áheyrendur. Dómnefnd er þakkað sérstaklega fyrir sín störf og umsjónarkennurum fyrir undirbúning með nemendum. Myndir frá keppninni má sjá í meðfylgjandi myndaalbúmi.
Lesa meira

Vetrarfrí á grunnskólastigi 17. og 18. febrúar

Fimmtudaginn 17. og föstudaginn 18. febrúar er vetrarfrí á grunnskólastigi. Þá er skólinn lokaður sem og frístundaheimilið.
Lesa meira

Dönsum eins og hálfvitar!

Á fimmtudaginn efna foreldrafélög grunnskóla Reykjanesbæjar til DANSPARTÝS með þeim bræðrum Jóni Jónssyni og Frikka Dór. Bræðurnir munu flytja öll sín bestu lög í lifandi danspartýi sem verður streymt í allar skólastofur grunnskóla Reykjanesbæjar kl.10.00.
Lesa meira

Tilkynning um röskun á skólahaldi mánudaginn 7. febrúar

Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir okkar landssvæði í nótt og snemma í fyrramálið verður upphafi skólastarfs í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar seinkað til kl. 10:00. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá skólunum ef frekari röskun verður á skólastarfi. https://vedur.is/vidvaranir Due to a very bad weather forecast for tomorrow both preschools and elementary schools in Reykjanesbær will not start until 10.00 tomorrow morning. Parents should monitor information from the school if the weather will have more effect on the school day.
Lesa meira

Stapavaka

Miðvikudaginn 15. desember var uppskeruhátíð á verkefni sem nemendur í 7.-10. bekk unnu að frá enda nóvember. Verkefnið ber nafnið Vísindavaka og er markmið okkar að hún verði haldin árlega seinustu vikurnar fyrir jól. Verkefnið er stórt en í grunninn miðar það að því að efla ferli vísinda ásamt því að auka jákvæðni gagnvart náttúrugreinum. Verkefnið hefur fengið nafnið Stapavaka. Stapavöku er skipt upp þannig að ákveðin hluti er unninn í hverri viku sem skilað er inn til kennara sem veita leiðsögn og hvatningu þegar þess þarf. Nemendur mega velja hvort þeir vinna að þessu verkefni sem einstaklingar eða í hópum. Viðfangsefni eru frjáls er mikilvægt að skoða rannsóknarspurningu og leita svara við henni í gegn um ferlið. Þeir sem svo vildu gátu farið alla leið og tekið þátt í Stapavökukeppni þar sem tilraun var tekin upp í myndveri sem frábær nemendahópur sá alfarið um. Í myndverinu var sagt frá hvað væri að gerast á sama tíma og öllu lýst. Afrakstrinum var komið til dómnefndar sem fór yfir öll myndböndin áður en hún mætti á svæðið og heyrði í keppendunum sjálfum. Dómnefndin að þessu sinni var skipuð Helga Arnarsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ og Sævar Helgi Bragason, Stjörnu Sævar. Dómnefndin veitti verðlaun fyrir 1., 2. og 3 sæti. Í 1. sæti voru Elín Sabrina M. Rúnarsdóttir, Matthildur Emma Sigurðardóttir og Emilía Sandra Eiðsdóttir í 10 bekk með tilraun um eldflaugar. Í 2. sæti voru Viktor Breki Þórisson, Alex Grétar Magnússon og Jón Unnar Sverrisson í 8 bekk með tilraun um vatnsþrýsting. Í 3 sæti voru Amelía Sara Kamilsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Hrönn Jónsdóttir í 7 bekk með tilraunina um lavalampa ásamt Heiðar Darri Hauksson í 9 bekk með tilraun um líkindatengsl foreldra og barna. Við óskum öllum sigurvegurum til hamingju og þökkum dómnefnd kærlega fyrir störf sín. Samhliða Stapavöku var haldin keppni fyrir þá sem vildu að hanna logo fyrir Stapamix, kennslu þvert á námsgreinar, sem nemendur eru í 3 í viku í eldri deild. Merkið sem var valið er eftir Kristinn Inga Eyjólfsson, í 9 bekk, við óskum honum innilega til hamingju.
Lesa meira

100 daga hátíð í 1. bekk

Í dag héldum við í 1.bekk 100 daga hátíð þar sem hundrað dagar eru liðnir frá því að börnin hófu grunnskólagöngu sína. Börnin fengu viðurkenningarskjal ásamt því að við fórum í skrúðgöngu um skólann, horfðum á bíómynd og fengum frostpinna.
Lesa meira

Ráðleggingar um mat og mataræði í grunnskólum

Undanfarið hefur ýmislegt nýtt verið gefið út í tengslum við mataræði og nú síðast var verið að gefa út Ráðleggingar um morgunnesti grunnskólanema. Hér kemur smá yfirlit um ráðleggingar á mataræði barna Ráðleggingar um morgunnesti Við viljum með þessum ráleggingum vekja athygli á mikilvægi þess að vera með hollt morgunnesti o.s.frv. Við vonum að ráðleggingarnar séu góð viðbót við það sem þið hafið þegar verið að vinna með í tenglum við mataræði í Heilsueflandi grunnskóla. Hér má sjá skjal með ráðleggingunum. Ráðleggingar um morgunnesti grunnskólanema. Ráðleggingar um grunnskólamötuneyti Hér má sjá Handbók fyrir grunnskólamötuneyti. Ráðleggingar um síðdegishressingu Síðdegishressing í heilsdagsskólum, frístunda- og æskulýðsstarfi Að lokum bendum við ykkur á myndbönd sem fjalla um neikvæð áhrif orkudrykkja á líðan og heilsu. Draumur í dós – á Ungrúv Hér má sjá Draumur í dós Lára Sigurðardóttir, læknir og lýðheilsufræðingur er höfundur og hélt utan um gerð myndbandanna en þau eru einnig unnin af hópi sérfræðinga sem eru; Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknis, Lárus S. Guðmundsson, dósent við lyfjafræðideild Háskóla Íslands , Magnús Jóhannsson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Bragi Valdimar Skúlason stílfræði textann í myndböndunum. Sigrún Hreins teiknaði, hannaði og leikstýrði myndböndunum og Helga Braga Jónsdóttir las inn á myndböndin. Myndböndin voru styrkt af Lýðheilsusjóði.
Lesa meira

Samtalsdagur á grunnskólastigi og starfsdagur á leikskólastigi

Þriðjudaginn 25. janúar er samtalsdagur á grunnskólastigi og skertur nemendadagur. Nemendur mæta í rafrænt samtal með foreldri/rum. Frístundaheimilið Stapaskjól er opið fyrir þá nemendur sem eru skráðir. Á leikskólastigi er starfsdagur og frí hjá nemendum.
Lesa meira