Öskudagur á grunnskólastigi

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Stapaskóla. Nemendur og starfsfólk mættu í hinum ýmsu búningum og var fjölbreytni í búningavali mikil.

Nemendur á yngra stigi fóru á milli stöðva en ýmislegt skemmtilegt var í boði, má þar helst nefna kórónugerð, andlitsmálning, spil, legó, bíó og margt fleira. Gleðinni lauk svo með danspartý í fjölnotasal sem vakti mikla lukku hjá nemendum.

Á unglingastigi öttu nemendur kappi sín á milli í hinum ýmsu þrautum og verkefnum, t.d. þrautalausnir í stærðfræði, tilraunaþrautir í náttúrufræði, tæknilæsi í hönnun og smíði auk orðaforðakönnunar í tungumálum og stafarugli í íslensku. Að ógleymdu hreysti og úthaldi þegar að íþróttum kemur. Sigurvegararnir í ár voru nemendur í 10. bekk.

Dagurinn heppnaðist vel í alla staði.

Öskudagur á grunnskólastigi