Fréttir

Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir

Ungmennafélögin UMFN og Keflavík bjóða í sameiningu upp á námskeið í knattspyrnu og körfubolta fyrir börn á aldrinum 6 - 13 ára með mismunandi stuðningsþarfir. Við hvetjum foreldra að kynna sér.
Lesa meira

Opnunarhátíð Stapaskóla

Á laugardaginn 23. október höldum við veislu og bjóðum gestum í heimsókn til að skoða fallegu og framsæknu skólabyggingu okkar. Dagskrá hefst kl.11.00 þar sem flutt verða tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, nemendur úr 2. bekk flytja söng, ávarp frá Helga Arnarsyni fræðslustjóra og tónlistarmaðurinn Jón Jónsson kemur. Nemendur og foreldrar í 10. bekk munu selja kaffi og vöfflur í fjáröflunarskyni fyrir vorferð. Við hlökkum til að sýna og segja ykkur frá því frábæra skólastarfi sem er í gangi við Stapaskóla.
Lesa meira

Skólablak

Skólablak eru blak viðburðir fyrir grunnskóla krakka í 4.-6. bekk um allt land. Hópurinn fer hringinn í kringum landið og er með svæðisbundinn blakmót með það fyrir markmiði að kynna blak fyrir krökkum og kennurum sem íþrótt. Níu nemendur úr 4. bekk tóku þátt í skólablakmóti í Reykjanesbæ í gær. Allir skemmtu sér konunglega og má með sanni segja að nemendur hafi verið Stapaskóla til sóma. Við hvetjum alla til að fylgjast með næsta þætti af Landanum sem kíkti við og tók viðtal við tvo af okkar nemendum.
Lesa meira

Skapandi heimanám

Í október hófst nýtt heimanáms skipulag í 7.- 10. bekk: Skapandi heimanám. Í hverri viku geta nemendur valið úr nokkrum verkefnum sem þeir hafa eina viku til að vinna heima og skila til kennara. Í verkefnunum er lögð áhersla á að nemendur þjálfi lykilhæfni og nýti sköpunarkrafta sína á fjölbreyttan hátt. Í fyrstu atrennu voru eftirfarandi verkefni í boði: Heimanáms ratleikur (nemendur fara út í ratleik með appinu Actionbound) Hvað meira segja peningarnir okkar (hugtök sem tengjast fjármálalæsi æfð í forritinu Quizlet) Orðabók heimilisins (myndir teknar af margvíslegum hlutum á heimilinu og nöfn þeirra skráð á þremur tungumálum) Líkamstjáning (sjálfur teknar þar sem ólík líkamstjáning birtist, útskýrt hvað tjáningin þýðir) People watching (enskuverkefni þar sem skrifaðar eru persónulýsingar á fólki sem labbar framhjá heimilinu) Sérfræðingurinn #1 (rannsókn á risaeðlum) Spilafjör (nemendur spila með góðum vinum og segja frá spilinu og úrslitum) Verkefnin hafa vakið mikla athygli nemenda sem margir bíða spenntir eftir að fá verkefnalýsingar til sín á Teams svo þeir geti byrjað að vinna.
Lesa meira

Stapamix á unglingastigi

Á unglingastigi eru unnin samþætt verkefni þrisvar í viku og þá blandast 7.- 10. bekkingar saman í fjölbreyttum verkefnum. Fyrir vetrarfrí klára nemendur fjórða Stapamixið í haust og það heitir „Hugurinn ber þig hálfa leið“. Í þessu Stapamixi hafa nemendur fengist við verkefni á sviðið siðfræði og heimspeki. Þeir hafa lært um rökvillur og muninn á gagnrýnum og ógagnrýnum manneskjum. Þeir hafa unnið myndasögur og myndbönd um hið góða líf og jákvæð samskipti. Síðast en ekki síst æfðu allir sig í samræðu og ræddu m.a. hvaða reglur mikilvægt er að hafa í samræðu til að hún verði góð og lærdómsrík. Verkefni nemenda eru innihaldsrík og falleg. Samtöl þeirra í verkefnavinnunni hafa sömuleiðis verið markviss og lærdómsrík. Nemendur hafa pælt í hlutum eins og: Myndi ég vakna á sama tíma og venjulega á fullkomnum degi? Er mikilvægt að gefa öðrum tækifæri á að tjá sig í samræðum? Eykur það hamingjuna að taka upp hundaskít? Eða ekki? Er gott að fara einn í bíó? Með fréttinni fylgja myndir af verkefni Elínar Sabrinu í 10. bekk um venjulegan og fullkominn dag í lífi hennar.
Lesa meira

Vetrarfrí og starfsdagur

Mánudaginn 18. október er vetrarfrí í skólanum á báðum skólastigum og skólinn því lokaður. Þriðjudaginn 19. október er vetrarfrí á grunnskólastigi og starfsdagur á leikskólastigi, skólinn er því lokaður nemendum þann dag einnig. Við hvetjum fjölskyldur að gera sér dagamun og njóta samverunnar í vetrarfrí okkar. On Monday October 18th there is a winter break at both school levels and the school is closed. On Tuesday October 19th there is a teachers work day at the preschool level and winter brake at the Primary school level, school is therefore closed for students. We encourage families to take time to enjoy the time together.
Lesa meira

Starfsfólk og nemendur gengu hringinn í kringum Ísland á 80 mínútum.

Í tilefni af heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar settu starfsfólk og nemendur sér það markmið að ná að ganga/hlaupa umhverfis Ísland á 80 mínútum. Til að ná því markmiði þurftu nemendur og starfsfólk að ganga/hlaupa 1.321 km samtals. Tvær elstu deildir leikskólastigs og starfsfólk ásamt starfsfólki og nemendum á grunnskólastigi tóku þátt í þessu verkefni. Hringurinn sem var farinn var 2,5 km langur og var gengið/hlupið einn til þrír hringir. Það var mjög gaman að sjá allan skólann vinna að þessu markmiði og stóðu allir sig einstaklega vel. Við erum ákaflega stolt að segja frá því að markmiðið tókst og gott betur en það
Lesa meira

Heilsu - og forvarnarvika í Stapaskóla

Í tilefni af heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar þá höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá á skólatíma fyrir nemendur og starfsfólk Stapaskóla.
Lesa meira

Nemendur gróðursettu 201 birkiplöntu í framtíðar skóglendi

byrjun skóladags 30. september fylgdu nemendur í 4.-6. bekk nemendum í 3. bekk áleiðis eftir Trönudal. Það var gaman að sjá þennan fjölda ganga saman og heyra spjall og gleði. Leið þeirra lá að möninni sem liggur við enda götunnar. Í framtíðinni mun þar blasa við fallegt skóglendi en nemendur Stapaskóla fengu þann heiður að gróðursetja fyrstu plöntur svæðisins. Kristján Bjarnason starfsmaður garðyrkjudeildar Reykjanesbæjar tók á móti hópnum og sýndi hvernig best sé að bera sig að því að gróðursetja. Í framtíðinni munu nemendur 3 bekkjar sjá um að gróðursetja birkiplöntur frá Yrkju-sjóði á þessu svæði og leggja þannig af mörkum við að græða land. Núna í ár fékk skólinn úthlutað 134 plöntum og bætti Kristján nokkrum við þannig að hópurinn í heild gróðursetti 201 birkiplöntu. Virkilega flott framtak hjá þessum flottu börnum.
Lesa meira