02.11.2022
Lubbastundir byggjast á bókinni Lubbi finnur málbein, íslensku málhljóðin sýnd og sungin sem er eftir þær Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur.
Lubbi er íslenskur fjárhundur. Hann er duglegur við að gelta og þá heyrist ,,voff-voff-voff“. Lubba langar mikið að læra að tala en þá vandast málið því þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Krakkarnir ætla að hjálpa Lubba að læra íslensku málhljóðin með söng og ýmsum öðrum æfingum.
Lesa meira
26.10.2022
Nemendur í 2.bekk hafa síðastliðnar vikur verið að vinna með þemað hafið á fjölbreyttan hátt. Unnið hefur verið með samþættingu allra námsgreina þannig að hafið hefur átt hug þeirra allan í gegnum skóladaginn á ýmsan hátt.
Lesa meira
20.10.2022
Mánudaginn 24. október er vetrarfrí í skólanum á báðum skólastigum og skólinn því lokaður. Frístundaheimilið er einnig lokað.
Þriðjudaginn 25. október er vetrarfrí á grunnskólastigi og starfsdagur á leikskólastigi. Skólinn og frístundaheimilið er því lokað nemendum þann dag einnig.
Lesa meira
17.10.2022
Nemendur okkar, í 1.-4. bekk ásamt tveimur elstu deildunum á leikskólanum, voru svo heppin að fá að gjöf endurskinsmerki frá Slysavarnadeildinni Dagbjörg. Við þökkum kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf!
Lesa meira
14.10.2022
Nemendur í 3. bekk hafa í september verið að kafa inn í undraheim köngulóarinnar. Unnið var með samþættingu þannig að viðfangsefnið fléttaðist inn í skóladaginn á ýmsan hátt. Nemendur komu með köngulær sem þau fönguðu inn í skólann sem svo voru skoðaðar, greindar og fylgst með í gegnum tímabilið. Þau skrifuðu um þær, lásu, teiknuðu líkamshluta þeirra og rannsökuðu þær hátt og lágt með stækkunarglerum og smásjám.
Lesa meira
13.10.2022
Vikuna 3 .- 7. október 2022 fór fram heilsu- og forvarnarvika í Stapaskóla. Nemendaráð skólans var með útileiki í frímínútum með nemendum skólans alla dagana og vakti það mikla gleði meðal nemenda. Nemendur í 7.–10. bekk fengu flott erindi frá þeim Ingileif og Maríu um hinseginleikann. Á föstudeginum skelltu nemendur og starfsfólk skólans í gönguferð um hverfið okkar. Starfsfólk og kennarar skólans fengu hugleiðslu með möntru sem Palla aðstoðarskólastjóri stjórnaði. Á fimmtudagskvöldið var kennurum og starfsfólki boðið á erindi með henni Önnu Lóu ,,ertu leiðtogi í eigin lífi”.
Frábær heilsu- og forvarnarvika hjá Stapaskóla
Lesa meira
12.10.2022
Nemendur 8. og 10. bekkjar heimsóttu starfsgreinakynningu Suðurnesja í gærmorgun.
Starfsgreinakynningin er árlegur viðburður haldin af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Kynningin hefur vaxið með hverju árinu sem er virkilega ánægjulegt en í ár gátu nemendur kynnt sér yfir 130 ólíkar starfsgreinar. Á meðal starfsgreina voru hjúkrunarfræðingur, bæjarstjóri, lögregla, líffræðingur, flugmaður, flugþjónn, flugvirki. Básarnir voru fjölbreyttir og áhugaverð sýnishorn á hverju horni. Samhliða heimsókninni leystu nemendur verkefni frá náms- og starfsráðgjafa.
Öflug starfsfræðsla er nemendum mikilvæg og við erum ánægð með hvað nemendur okkar voru áhugasöm og dugleg að spyrja spurninga.
Lesa meira
07.10.2022
Allt grunnskólastig ásamt Mánasteini og Óskasteini skelltu sér í göngutúr um hverfið í tilefni af heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar. Nemendur og starfsfólk áttu góða stund saman í göngutúrnum sem gekk rosalega vel og allir til fyrirmyndar.
Lesa meira
06.10.2022
Foreldrakvöld var haldið í vikunni á leikskólastigi Stapaskóla og var það mjög vel sótt. Þar fór Pálína Hildur aðstoðarskólastjóri yfir helstu áherslur í starfi leikskólans. Að því loknu fóru foreldrar inn á deild sinna barna og fengu að skoða námsefnið betur þar.
Lesa meira