Öskudagur - skertur nemendadagur

Á morgun er öskudagur og þá er skertur nemendadagur á grunnskólastigi. Nemendur mæta eins og venjulega kl. 8.30 og eru búnir kl. 10.30. Nemendur velja sér stöðvar og fjölbreytt verkefni í umsjón starfsmanna Stapaskóla.

Nemendum er að sjálfsögðu velkomið að mæta í búningum en vopn eru ekki leyfð og gott er að geyma fylgihluti heima.

Frístundaheimilið opnar svo kl. 10.30 með hefðbundnu sniði og smá öskudagsfjöri fyrir þá sem eru þar skráðir.