24.03.2022
Árshátíð Stapaskóla verður haldin hátíðleg á sal skólans fimmtudaginn 31. mars næstkomandi.
Í fyrsta sinn síðan skólinn tók til starfa í núverandi húsnæði verður árshátíðin haldin án samkomutakmarkanna og því mikið gleðiefni að geta boðið foreldrum og forráðamönnum að koma og njóta með okkur.
Tímasetningar:
1. - 3. bekkur - Dagskrá hefst kl. 09:00 - nemendur mæta í sína tvennd 15 mínútum áður.
4. - 6. bekkur - Dagskrá hefst kl. 11:00 - nemendur mæta í sína tvennd 15 mínútum áður.
7. - 10. bekkur - Dagskrá hefst kl. 20:00 - húsið opnar 19:30. Að skemmtidagskrá lokinni hefst ball fyrir nemendur, frá klukkan 21:00 - 23:00. Nemendur fá leyfi í fyrstu tveimur kennslustundunum föstudaginn 1. apríl (ekki aprílgabb
Lesa meira
14.03.2022
Á morgun þriðjudaginn 15. mars er starfsdagur á grunnskólastigi. Þá skólinn lokaður sem og frístundaheimilið.
On Tuesday Mars 15th the elementary school is closed.
Lesa meira
01.03.2022
Samkvæmt skóladagatali er starfsdagur á leikskólastigi á föstudaginn 4. mars. Þann dag eru starfsmenn í undirbúningi og á námskeiði. Leikskólinn er því lokaður.
On Friday the kindergarten school is closed as scheduled in the calender.
Lesa meira
28.02.2022
Á miðvikudaginn er skertur nemendadagur á grunnskólastigi.
Nemendur mæta á eftirfarandi tímum:
1. - 6. bekkur kl.9.00 og fara heim að loknum hádegismat um kl.11.30.
7. - 10. bekkur kl.10.00 og fara heim að loknum hádegismat um kl.12.00.
Frístundaheimilið opnar kl.8.00 og tekur svo á móti nemendum eftir hádegismat.
Nemendur mega mæta í Öskudagsbúningum en við bendum foreldrum á að hafa fylgihluti heima.
Lesa meira
24.02.2022
Í gær afhenti Rotaryklúbbur Keflavíkur öllum grunnskólum Reykjanesbæjar þrívíddarprentara að gjöf í tilefni þess að í ár hefur Sísköpunarsprettur grunnskólana göngu sína. Sísköpunarsprettur er verkefni sem leitt er af þeim Hauki Hilmarssyni, Brynju Stefánsdóttur og Sveinbirni Ásgrímssyni kennarar við Stapaskóla en þau hlutu styrk úr Nýsköpunar - og þróunarsjóði Reykjanesbæjar skólaárið 2021- 2022 til þess að setja á laggirnar nýsköpunarkeppni grunnskóla Reykjanesbæjar sem nú hefur fengið nafnið Sísköpunarsprettur með það að markmiði að hvetja til hönnunar og sköpunar í gegnum endurvinnslu og endurnýtingu.
Stapaskóli þakkar félögum Rótarýklúbbsins kærlega fyrir veglega gjöf sem á eftir að nýtast nemendum skólans vel.
Lesa meira
21.02.2022
Nú spáir frekar vondu veðri á morgun, þriðjudaginn 22. febrúar. Við biðjum foreldra að fylgjast vel með veðurspá.
Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf.
Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll.
Við slíkar aðstæður eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.
Lesa meira
16.02.2022
Í dag, 16. febrúar, var skólakeppni Stapaskóla í Stóru upplestrarkeppninni haldin. Nemendur úr 7. bekk eru búnir að æfa upplestur frá Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sl. Sex nemendur unnu sér rétt til þátttöku í skólakeppninni eftir bekkjarkeppni sem haldin var sl. mánudag.
Þeir sex nemendur sem unnu sér rétt til þátttöku í skólakeppninni voru:
Amelía Sara Kamilsdóttir
Elías Snær Steingrímsson
Elma Rún Arnarsdóttir
Gísli Kristján Traustason
Ísey Rún Björnsdóttir
Klaudia Lára Solecka
Keppnin tókst einstaklega vel og höfðu nemendur undirbúið sig vel bæði heima og í skólanum.
Dómarar keppninnar í ár voru þau Guðný Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Njarðvíkurskóla, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi Reykjanesbæjar og Ninna Stefánsdóttir kennari í Stapaskóla. Sigurvegarar kepninnar fá keppnisrétt á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Hljómahöll 3. mars nk.
Sigurvegararnir voru þau Gísli Kristján og Ísey Rún. Auk þeirra var Amelía Sara valin sem varamaður en þau koma öll til með að halda áfram æfingum og undirbúa sig fyrir lokakeppnina.
Nemendur fengu mikið hrós fyrir þátttöku sína í bæði bekkjarkeppninni og skólakeppninni auk þess að hafa verið góðir áheyrendur. Dómnefnd er þakkað sérstaklega fyrir sín störf og umsjónarkennurum fyrir undirbúning með nemendum.
Myndir frá keppninni má sjá í meðfylgjandi myndaalbúmi.
Lesa meira
11.02.2022
Fimmtudaginn 17. og föstudaginn 18. febrúar er vetrarfrí á grunnskólastigi. Þá er skólinn lokaður sem og frístundaheimilið.
Lesa meira
08.02.2022
Á fimmtudaginn efna foreldrafélög grunnskóla Reykjanesbæjar til DANSPARTÝS með þeim bræðrum Jóni Jónssyni og Frikka Dór. Bræðurnir munu flytja öll sín bestu lög í lifandi danspartýi sem verður streymt í allar skólastofur grunnskóla Reykjanesbæjar kl.10.00.
Lesa meira
06.02.2022
Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir okkar landssvæði í nótt og snemma í fyrramálið verður upphafi skólastarfs í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar seinkað til kl. 10:00.
Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá skólunum ef frekari röskun verður á skólastarfi.
https://vedur.is/vidvaranir
Due to a very bad weather forecast for tomorrow both preschools and elementary schools in Reykjanesbær will not start until 10.00 tomorrow morning. Parents should monitor information from the school if the weather will have more effect on the school day.
Lesa meira