Þemadagar 9. - 11. nóvember

Allt um heilsuna

Dagana 9. – 11. nóvember nk. eru þemadagar í Stapaskóla. Að þessu sinni er yfirskrift þemadaga „Allt um heilsuna“ þar sem áhersla verður lögð á almenna heilsueflingu og hugarfrelsi.

Á miðvikudag og fimmtudag verður skólastarfið brotið upp og nemendur vinna aldursblandað (1. til 6. bekkur, ásamt elstu nemendum á leikskólastigi og 7. til 10. bekkur) í verkefnum á ólíkum stöðvum tengd þemanu. Skóladagur verður frá kl. 08:30 til 13:20 hjá öllum nemendum grunnskólastigs þessa daga.

Á föstudeginum er þemasýning þar sem foreldrum/forráðamönnum boðið að koma og sjá afrakstur þemadaga. Mæta þeir með börnum sínum kl. 08:30 í þeirra heimatvennd og fá kynningu á hugafrelsi og verkefnum þemadaga. Á milli kl. 09:30 og 10:00 er svo foreldrum/forráðamönnum boðið að ganga um skólann og sjá afrakstur þemadaganna. Þennan dag lýkur skóladegi hjá öllum nemendum grunnskólastigs kl. 10:00.

Frístundarheimilið er opið í lok þemadaganna fyrir þá sem eru þar skráðir.