17.12.2021
Jólasamvera 1. – 6. bekkjar var á sal skólans í gær, 16. desember. Þessum sið var komið á þegar skólinn var enn í bráðabirgðarhúsnæðinu og við höfum haldið áfram hér í nýju byggingunni. Hver árgangur setur saman skemmtiatriði og stígur svo á stokk í jólasamverunni. Í ár var mikið um söngatriði, má þar m.a. nefna lög og kvæði eins og Jólaköttinn, Kveikjum einu kerti á, Jólahjól, Grýlukvæði og Snjókorn falla. Auk þess sem sýnd voru dansatriði. Mjög skemmtileg og hátíðleg stund rétt fyrir jólafríið.
Lesa meira
14.12.2021
Á föstudaginn 17. desember eru litlu jólin hjá nemendum á grunnskólastigi.
Nemendur mæta prúðbúnir til kennara kl.10.00 og eyða um klukkutíma með umsjónakennurum sínum og samnemendum.
Þegar litlu jólunum lýkur hefst jólaleyfi á grunnskólastigi og mæting eftir jólaleyfi er þriðjudaginn 4. janúar.
Frístundarheimilið Stapaskjól er ekki opið í jólaleyfi grunnskólans.
Jólaleyfi á leikskólastigi hefst 24. desember og mæta nemendur eftir jólaleyfi mánudaginn 3. janúar.
Starfsfólk óskar fjölskyldum gleðilegrar hátíðar og heillaríks nýs árs.
Með þökkum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.
Hátíðarkveðjur
Starfsfólk Stapaskóla
Lesa meira
25.11.2021
Dagana 17.-19. nóvember héldum við þemadaga tileinkaða Barnasáttmálanum. Nemendur á öllum stigum fengu fræðslu um Barnasáttmálann og unnu fjölbreytt verkefni. Á grunnskólastigi unnu nemendur á stöðvum þar sem unnið var með ýmsar greinar Barnasáttmálans. Nemendum í 1.-4. bekk og í 5.-10. bekk var skipt í hópa þvert á árganga.
Lesa meira
24.11.2021
Þann 16. nóvember var haldið upp á dag íslenskrar tungu í Stapaskóla þar sem nemendur komu fram á sal í fjölbreyttum skemmtiatriðum.
Dagurinn er haldinn ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson (1807-1845) var með lærðustu mönnum síns tíma. Hann var með guðfræðipróf, stundaði nám í lögfræði og lauk síðar prófi í náttúruvísindum frá Kaupmannahafnarháskóla. Jónas fór í rannsóknarferðir um Ísland og skrifaði dagbækur og skýrslur um íslenska náttúru. Auk vísindastarfa var Jónas virkur í útgáfu tímaritsins Fjölnis, hann orti fjölmörg kvæði, samdi sögur og þýddi erlend skáldverk á íslenska tungu.
Í myndasafni skólans má sjá myndir af atriðum nemenda skólans.
Lesa meira
24.11.2021
Nýlega tóku nemendur í 9. og 10. bekk þátt í samræðuverkefni um íslenska tungumálið. Nemendur fengu fjölda staðreynda um íslenskt tungumál sem þeir ræddu og flokkuðu í þrjá flokka:
+ Já, ég er sammála
+ Nei, ég er ósammála
+ Bæði og… (ég get verið sammála í ákveðnum aðstæðum og ósammála í öðrum).
Þegar allar staðreyndirnar höfðu verið flokkaðar færðu nemendur rök fyrir skoðunum sínum og kennari safnaði hugmyndunum saman. Umræðurnar voru dregnar saman í pistil sem Abdallah, Gabríela og Matthildur fluttu á sal Stapaskóla á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2021. Í kjölfarið unnu þeir upptöku og gáfu leyfi til að birta hana á netinu.
Verkefnið er samið af Jóhanni Björnssyni, heimspekikennara í Réttarholtsskóla og það má nálgast í námsefni hans á vefnum: https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/sextiuogagtta_aefingar/59/#zoom=z
Lesa meira
22.11.2021
Fimmtudaginn 25. nóvember er starfsdagur hjá grunnskólastigi í Stapaskóla. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað.
Thursday 25th of November is a planning day at the primary school level in Stapaskóli. Therefore there is no school for students and the leisure center is closed.
Lesa meira
19.11.2021
Samkvæmt skóladagatali er skertur nemendadagur á leikskólastigi mánudaginn 22. nóvember kl.13.00. Leikskólastigið lokar því kl.13.00 þennan dag.
Lesa meira
19.11.2021
Kæru foreldrar/forráðamenn
Við viljum minna á að leikskólar Reykjanesbæjar verða lokaðir daganna 27.desember til 30.desember 2021 samkvæmt ákvörðun fræðsluráðs frá 6.desember 2019. Við opnum aftur 3. janúar eftir jólaleyfi.
Foreldrar munu ekki greiða leikskólagjöld fyrir þá daga sem lokað er í leikskólanum.
Lesa meira