Stapaskóli keppir til úrslita í Skólahreysti

Í gær tóku nemendur Stapaskóla þátt í undankeppni Skólahreysti. Þeir stóðu sig frábærlega vel og sigruðu sinn riðil. Stapaskóli mun því taka þátt í úrslitakeppninni sem haldinn verður 21. maí.

Við óskum nemendum okkar þeim Gunnari, Unu Rós, Völu, Leonard, Þórdísi, Írisi og Jóni Hirti til hamingju með árangurinn. Hér má sjá í hvaða greinum þeir kepptu:

  • Upphífur og dýfur: Gunnar (10.bekk)
  • Armbeygjur og hanga: Una Rós (9.bekk)
  • Hraðaþraut: Vala (9.bekk) og Leonard (9.bekk)
  • Varamenn: Þórdís (9.bekk), Íris (9.bekk) og Jón Hjörtur (10.bekk)

Í  myndasafni skólans má sjá fleiri myndir.