21.04.2021
Skóladagatal næsta skólaárs hefur verið birt á heimasíðunni.
Skóladagatalið hefur verið samþykkt af starfsmönnum, skólaráði skólans og fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Lesa meira
15.04.2021
Skipulag skólastarfs frá fimmtudeginum 15. apríl er með eftirfarandi hætti. Skipulagið byggir á reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir til og með 5. maí 2021. Tilhögun skólastarfsins getur verið ólíkt milli skóla þar sem aðstæður eru mismunandi.
Í grunninn byggist skipulagið á eftirfarandi þáttum með einstaka undantekningum:
• Nemendur í 1.–10. bekk fá kennslu samkvæmt stundaskrá. En samkvæmt reglugerð eru þeir undanþegnir 1 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu. Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.–10. bekk í hverju rými. Blöndun milli hópa innan skóla er heimil.
• 20 starfsmenn mega vera saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Sé starfsfólki ekki unnt að tryggja 1 metra nálægðartakmörkun sín á milli og gagnvart nemendum ber þeim að nota andlitsgrímur. Sömu reglur gilda um starfsfólk skólaþjónustu og tónlistarskóla.
• Frístundaheimilin verða opin til kl. 16:15.
• Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem í matsal, við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að starfsfólk notist við andlitsgrímu.
• Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi grunnskóla, svo sem fyrirlestrar, upplestrarkeppnir o.fl., eru óheimilar fyrir aðra en nemendur og starfsfólk.
• Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímur.
• Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem vegna vöruflutninga skulu bera andlitsgrímur og gæta sóttvarnaráðstafana.
Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum í þessu saman.
Lesa meira
13.04.2021
kæru foreldrar
Samkvæmt skóladagatali verður leikskólastig Stapaskóla lokað föstudaginn 16.apríl vegna starfsdags. Starfsfólk mun nýta daginn í fræðslu og vinnu í þágu starfsins.
Kveðja
Skólastjórnendur Stapaskóla
Lesa meira
09.04.2021
2016 árgangurinn í leikskólanum fór í vettvangsferð í Hljómahöllina í gær. Börnunum var boðið í kynningarferð um húsnæðið og enduðum við heimsóknina í Rokksafninu. Börnin fengu meðal annars að fara upp á svið, skoða hljóðfærin og sjá hvar bæjarstórinn okkar heldur fundi. Börnin skemmtu sér konunglega og gekk ferðin ljómandi vel.
Lesa meira
08.04.2021
Á morgun 9. apríl er Blái dagurinn þetta árið.
Við í Stapaskóla hvetjum þá alla til þess að klæðast einhverju bláu og fagna fjölbreytileikanum með einhverfu snillingunum okkar.
Blár Apríl, styrktarfélag barna með einhverfu, var stofnað árið 2013 en markmið félagsins hefur alla tíð verið að stuðla að fræðslu og vitundarvakningu um málefni barna með einhverfu.
"Einhverfa á sér ýmsar birtingarmyndir og getur haft áhrif á færni til náms og samskipta."
"Ef þú þekkir eina manneskju með einhverfu, þá þekkirðu einmitt eina manneskju með einhverfu. Einkennin eru alls konar."
Á heimasíðunni www.blarapril.is/ er að finna upplýsingar um styrktarfélagið og ýmsan fróðleik varðandi einhverfu.
Lesa meira
07.04.2021
Í morgun voru loftgæði slæm á okkar svæði og var gripið til ráðstafana eins og leiðbeiningar segja okkur. Við fylgjumst með og fáum leiðbeiningar frá fræðsluyfirvöldum og lögreglu þegar við á. Ef loftgæði fara yfir viðeigandi takmarkanir þá eiga börn að vera inni, gluggum lokað og slökkt á loftræstikerfi. Nemendur geta þó gengið í og úr skóla. Nánari upplýsingar eru á https://loftgaedi.is/?zoomLevel=7&lat=65.02980885910604&lng=-17.916971359375
Lesa meira
31.03.2021
Nú eru nemendur Stapaskóla að halda í páskaleyfi og mæta aftur til starfa þriðjudaginn 6. apríl. Ný reglugerð tekur gildi þá um takmörkun á skólastarfi sem snertir skólastarfið að einhverju leyti.
Þar má helst nefna:
- ekki mega vera fleiri en 50 nemendur á grunnskólastigi saman í kennslurými
- ekki mega vera fleiri en 20 starfsmenn saman í rými
- starfsfólk mun notast við grímur í matsal, á göngum og ef þeir geta ekki viðhafið 2m reglunni við aðra starfsmenn
- foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingu nema nauðsyn beri til
- tekið er á móti nemendum á leikskólastigi í anddyri leikskólans og reynt eftir bestu getu að skila þeim úti í lok dags þegar veður leyfir
Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum sóttvörnum og minnum á mikilvægi handþvottar og noktun spritts. Ef nemendur sýna einkenni kórónuveirunnar að senda þá ekki í skólann og að fara strax í Covid - próf.
Við erum öll almannavarnir!
Njótið páskahelgarinnar í faðmi fjölskyldunnar og við sjáumst hress og kát á þriðjudaginn.
Gleðilega páska!
Lesa meira
29.03.2021
Á krefjandi tímum sem þessum er gott að geta leitað til foreldrasamfélagsins sem sannarlega hefur komið til móts við skólastarf í Stapaskóla en fyrir helgi fór fræðslusvið Reykjanesbæjar þess á leit við foreldra að þeir sem hefðu tök á að halda börnum sínum heima fram að páskum.
Við viljum þakka ykkur fyrir að vera okkur innan handar á þessum tímum og metum það mikils.
Starfsfólk óskar ykkur gleðilegra páska og hlökkum til að taka á móti börnunum ykkar með bros á vör þriðjudaginn 6. apríl.
Lesa meira
26.03.2021
Á heimasíðu okkar undir valmöguleikanum leikskólastig er að finna rýmingaráætlun fyrir Stapaskóla þar sem farið er ítarlega yfir hlutverk allra ef það kemur til hættuástands. Við hvetjum foreldra/forráðamenn að skoða vel.
Lesa meira
25.03.2021
Ágætu foreldrar/forráðamenn,
Í ljósi hertra sóttvarnarreglna sem tóku gildi á miðnætti verður ekkert skólastarf í Stapaskóla, grunnskólastigi á morgun fimmtudag 25. mars og föstudaginn 26. mars.
Páskafrí hefst mánudaginn 29. mars og munum við senda ykkur nánari upplýsingar þegar nær dregur hvernig skólahald verður eftir páskafrí.
Við hvetjum nemendur að lesa heima og njóta samverustunda með fjölskyldu.
Stapaskóli er opinn á morgun til að sækja útifatnað nemenda til kl.15.00. Munið að gæta að sóttvörnum.
______________________
Dear parents / guardians,
In light of the new and stricter disease prevention rules that began at midnight, there will be no school at Stapaskóli, primary school level today, Thursday 25 March and Friday 26 March.
The Easter holiday starts on Monday March 29th and we will send you more information as soon as possible how school will be after the Easter holiday.
We encourage students to read at home and enjoy time with family.
Stapaskóli is open tomorrow to pick up students' outerwear until 15.00. Remember to take care of infection control.
Gleðilega páska/Happy Easter,
Stjórnendur
Lesa meira