01.06.2022
Myndalegur hópur nemenda útskrifaðist af leikskólastigi Stapaskóla miðvikudaginn 25. maí. Við athöfnina talaði Gróa skólastjóri til barnanna og börnin sungu nokkur lög sem þau hafa verið að æfa. Við útskriftina fékk hvert barn afhent tré til að gróðursetja heima og útskriftarskjal. Að lokum var boðið upp á veitingar.
Við óskum börnunum til hamingju með áfangann og velfarnaðar í framtíðinni og um leið fjölskyldum þeira gott samstarf og ánægjuleg kynni.
Lesa meira
30.05.2022
Við fengum skemmtilega heimsókn 18.05.2022. Stefán Bergsson skákmeistari kom í heimsókn og tefldi fjöltefli við nemendur skólans. Þátttaka nemenda var mjög góð og allir reynslunni ríkari eftir fjölteflið. Stefáni færum við bestu þakkir fyrir að koma til okkar :)
Lesa meira
29.05.2022
Mánudaginn 30. maí er starfsdagur á leik- og grunnskólastigi við Stapaskóla. Eins og kom fram í tilkynningu til foreldra var starfsdagur færður frá 16. maí til 30. maí. Á morgun er uppskeruhátíð teymiskennslu og málstofur.
Lesa meira