Samskiptadagur - Grunnskólastig

Á fimmtudaginn í næstu viku, þann 26. janúar, verður samtalsdagur hér í Stapaskóla. Þá mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal hjá umsjónarkennurum. Þennan dag er því ekki hefðbundin skóli en frístundaheimillið Stapaskjól er þó opið á milli kl. 8:00 og 16:15 (fyrir þá sem eru skráðir).

Foreldrar / aðstandendur þurfa sjálfir að bóka viðtalið og er það gert í gegnum mentor. Á miðnætti birtist flís inn á mentor sem heitir foreldraviðtöl. Þegar klikkað er á hana geta foreldrar / aðstandendur bókað þann viðtalstíma sem hentar og í boði er.

Þegar foreldraviðtal er bókað í gegnum mentor þá er einnig hægt að skrifa skilaboð til kennara, t.d. ef óskað er eftir fjarfundi.

Ef foreldraviðtals-flísin birtist ekki hjá ykkur þegar þið opnið mentor þá er líklegt að þið séuð skráð inn á aðgangi barnsins þ.e. kennitölu þess og lykilorði. Nemendur sjá ekki foreldraviðtalsflísina á sínum aðgangi.

Við hvetjum  ykkur til þess að mæta í viðtal með barninu ykkar á samskiptadeginum. Góð samskipti á milli heimilis og skóla eru lykillinn að góðum árangri og vellíðan barnanna.