Fræðslukvöld Fjörheima og FFGÍR

Þann 27. mars kl. 19:30-20:30 verða Fjörheimar með fræðslukvöld um notkun samfélagsmiðla meðal ungmenna í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. 

Skúli Bragi Geirdal frá Fjölmiðlanefnd kemur til að ræða niðurstöður rannsóknarinnar „börn og netmiðlar.“ Starfsfólk Fjörheima ræða einnig um nýja fræðslu sem byggir á niðurstöðum rannsóknarinnar en á næstu dögum verður farið með fræðsluna í alla grunnskóla bæjarins. 

Fræðslan er unnin í samstarfi við FFGÍR.

Allir velkomnir.