Skólakeppni Stóru Upplestrarkeppninnar

Skólakeppni Stóru Upplestrarkeppninnar var haldin á sal Stapaskóla þriðjudaginn 20. febrúar. Keppnin er árlegur viðburður í starfi skólans, nemendur í 7. bekk hefja formlegan undirbúning upplestrar á Degi íslenskrar tungu. Nemendur eru hvattir til að lesa og æfa sig í vönduðum upplestri með það að markmiði að vera þátttakendur í keppninni sem haldin er ár hvert. Í ár voru sex nemendur sem unnu sér rétt til þátttöku í skólakeppninni eftir bekkjarkeppni sem haldin var sl.þriðjudag.

Þeir sex nemendur sem unnu sér rétt til þátttöku í skólakeppninni voru:

  •       Dagný Lilja Ásgeirsdóttir
  •       Kolbeinn Magnússon Smith
  •       Hildur Ósk Guðnadóttir
  •       Gabríel Örn Ágústsson
  •       Sara Björt Alexandersdóttir
  •       Daníel Orri Hjaltason

Keppnin tókst einstaklega vel og voru nemendur mjög vel undirbúnir.

Dómarar í keppninnar í ár voru: Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari Fisktækniskólans, Katrín Jóna Ólafsdóttir deildastjóri í Akurskóla og Brynhildur Sigurðardóttir kennari við Stapaskóla.

Sigurvegarar keppninnar fá keppnisrétt á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem mun fara fram í Hljómahöll 6.mars nk.
Sigurvegararnir voru þau Hildur Ósk Guðnadóttir og Gabríel Örn Ágústsson. Auk þeirra var Sara Björt Alexandersdóttir valin sem varamaður en þau koma öll til með að halda áfram æfingum og undirbúa sig fyrir lokakeppnina.

Við óskum öllum keppendum til hamingju með vandaðan upplestur og hugrekki að standa fyrir framan fullan sal af fólki. Einnig þökkum við kennurum fyrir undirbúninginn og nemendum í sal fyrir gott hljóð og kurteisi.

Íris Brynja og Dagbjört Dóra komu og fluttu ljóð fyrir hópinn en þær kepptu í Hljómahöll fyrir hönd Stapaskóla á síðast skólaári.