Dagur tónlistarskólanna

Í dag, 7. febrúar, er Dagur tónlistarskólanna, dagurinn er árlegur hátíðisdagur íslenskra tónlistarskóla. Þessi dagur er fæðingardagur Gylfa Þ. Gíslasonar sem var menntamálaráðherra frá 1956-1971, en hann hefur gjarnan verið kallaður „faðir íslenskra tónlistarskóla“.

Við í Stapaskóla erum með fjölbreyttan hóp tónlistarskólanemanda en í skólanum gefst nemendum tækifæri á að stunda tónlistarnám á skólatíma í gegnum tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Degi tónlistarskólanna var fagnaði í dag með tónleikum hjá 5. og 6. bekk þar sem Jórunn tónmenntakennari fékk nemendur til þess að undirbúa atriði fyrir hvort annað. Á tónleikunum var spilað á píanó og klarínett auk þess sem bæði var sungið og rappað.