Fréttir

Sumarleyfi - opnunartími skrifstofu

Skrifstofa Stapaskóla er lokuð frá 27. júní til og með 8. ágúst.
Lesa meira

Óskilamunir

Töluvert magn af óskilamunum liggur nú frammi í aðalanddyri skólans. Um er að ræða fatnað, skóbúnað, yfirhafnir, skólatöskur, íþróttatöskur, brúsa, nestisbox og sitthvað fleira. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma við, á milli kl. 09:00 og 14:00, og fara í gegnum óskilamunina og athuga hvort að þarna leynist eitthvað sem tilheyrir ykkar barni. Miðvikudaginn 28. júní verður farið með ósótta muni í fatasöfnun Rauða krossins.
Lesa meira

Þema- og vorhátíð Stapaskóla - grunnskólastig

Þema- og vorhátíð grunnskólastigs verður á morgun, miðvikudaginn 7. júní.
Lesa meira

Sumarhátíð leikskólastigs Stapaskóla

Sumarhátíð leikskólans verður á morgun, miðvikudaginn 7. júní kl. 14: 00. Við ætlum að byrja í matsalnum okkar í leikskólanum þar sem verður boðið upp á skúffuköku fyrir börnin. Eftir það má fara yfir á útsvæði leikskólans þar sem hoppukastalar verða í boði foreldrafélagsins. Einnig verður starfsfólk leikskólans með nokkrar stöðvar þar sem hægt verður að smíða, mála með vatni, blása sápukúlur og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Lesa meira

Kynningarfundur fyrir nýja foreldra á grunnskólastigi

Fimmtudaginn 15. júní verður kynningarfundur fyrir foreldra barna sem eru að byrja í 1. bekk í haust. Fundurinn hefst kl. 14.30 og er í fjölnotasal Stapaskóla.
Lesa meira

Umferðarskólinn - fyrir börn sem eru að hefja grunnskólagöngu

Samgöngustofa heldur úti umferðarskóla fyrir elsta hóp leikskólabarna. Í umferðarskólanum er m.a. fjallað um öryggi barna í bílum, hvernig fara eigi yfir götu, hvar öruggast sé að hjóla og leika sér úti. Leikskólar sjá nú um umferðarskólann sjálfir í samvinnu við Samgöngustofu. Í þessari viku fengu börnin á Óskasteini umferðafræðslu en í henni má sjá innipúkann og krakkana úr Kátugötu bregða fyrir sem nemendur þekkja úr bókunum sem sendar eru heim til allra barna á aldrinum 3-6 ára.
Lesa meira