Fréttir

Nemendur spyrja skólastjóra út í skólastarfið!

Heimsókn og spjall við skólastjóra fór fram í öllum árgöngum á grunnskólastigi og elsta árgangs leikskólastigs sl vikur. Tilgangur með heimsókninni var að heyra þeirra hugmyndir og ábendingar um skólastarf. Einnig gafst nemendum færi á að spyrja að því sem þeim langaði til. Samtölin voru mjög góð, nemendur til fyrirmyndar og vel undirbúnir af kennurum sínum. Skólastjóri spurði einnig út í nokkur atriði er viðkemur skólastarfinu. Helstu spurningar nemenda voru: hvenær kemur sundlaug og íþróttahús? hvað ertu með í laun? hvenær er dótadagur? getum við fengið nöfn eða lása á munaskápa? getum við fengið billiard borð? getum við fengið ruslatunnu á leikskólalóð? borgaðir þú skólann sjálf? hvað kostaði skólinn? áttu hund eða kött? Mjög skemmtilegar spurningar og spjall sem skapaðist í kringum þær. Þetta er aðeins sýnishorn af þeim fjölmörgu spurningum sem komu. Skólastjóri spurði nemendur út í húsgögnin og upphaf skóladagsins. flest allir nemendur eru mjög ánægðir með að geta valið sér vinnuumhverfi við hæfi. Þeir segjast velja sér aðstöðu við hæfi eftir verkefnum. allir nemendur eru sáttir við að skóladagurinn þeirra á grunnskólastigi hefjist kl.8. 30 þó svo sumir vildu byrja enn seinna Við stefnum að því að gera þetta árlega og vonandi tvisvar yfir skólaárið til að taka stöðuna hjá nemendum og að eiga samtal um skólastarf því nemendur hafa ýmislegt fram að færa.
Lesa meira

Dagur leikskólans 2021

Dagur leikskólans er ár hvert þann 6. febrúar. Í ár ber þann dag upp á laugardegi. Stapaskóli mun halda upp á daginn föstudaginn 5. febrúar til að vekja athygli á mikilvægu hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara. Börn á leikskólastigi munu halda í skrúðgöngu stundvíslega kl. 9:00 um morguninn. Mikilvægt er að börnin séu mætt tímanlega. Þau munu ganga meðfram skólabyggingunni og enda í sal skólans í partýsöngstund með tónmenntakennara Stapaskóla ásamt 1. bekk. Börnin mega taka með sér vasaljós til að leika og ganga með. Það myndi alveg slá í gegn ef ljósin væru vel merkt. Eftir hádegið verða ýmsar skemmtilegar vísindatilraunir hjá eldri hópum með náttúrufræðikennara Stapaskóla
Lesa meira

Erna Kristín kom í heimsókn til nemenda á yngsta stigi

Undanfarin ár hafa FFGÍR, Foreldrafélög og foreldraráð grunnskólanna í Reykjanesbæ, boðið uppá fræðslu í grunnskólum Reykjanesbæjar í samstarfi við foreldrafélög skólanna. Þetta árið fengu þau til liðs við sig Ernu Kristínu, aktívista um jákvæða líkamsímynd og höfund bókarinnar Ég vel mig til þess að eiga samtal við. Í morgun kom Erna Kristín til okkur í skólann, spjallaði við krakkana í 1.- 4. bekk og sýndi þeim bókina sína. Bókin verður til á bókasafninu okkar í Stapaskóla hér eftir. Í bókinni reynir Erna að hjálpa krökkum við að byggja upp jákvæða sjálfs- og líkamsímynd barna og þannig kenna þeim að velja sjálfan sig og vera þakklát fyrir líkama sinn óháð útliti hans. Börnin stóðu sig ótrúlega vel í dag og við þökkum Ernu Kristínu innilega fyrir komuna.
Lesa meira

Stofnfundur foreldrafélags leikskólastigs Stapaskóla

Á miðvikudaginn kl.18.00 boðum við til stofnunar foreldrafélags leikskólastigs Stapaskóla. Við hvetjum foreldra/forráðamenn leikskólabarna að fjölmenna. Ásamt því að kjósa stjórn foreldrafélagsins verður kosið í foreldraráð. Helgi Arnarson fræðslustjóri verður með erindi um Stapaskóla og Ingbjörg Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi verður á staðnum.
Lesa meira

Samtalsdagur á grunnskólastigi og starfsdagur á leikskólastigi

Fimmtudaginn 28. janúar er samtalsdagur á grunnskólastigi. Samtölin fara að mestu fram í fjarfundarbúnaði. Frístundaheimilið Stapaskjól er opið frá kl.8.00 - 16.15. Við minnum á að barnið á að vera með foreldri í samtalinu, annað hvort heima eða með kennara sínum ef barnið er í frístund. Sama dag er starfsdagur á leikskólastigi og leikskólinn lokaður.
Lesa meira

Gott upphaf á nýju ári

Nú eru rúmar tvær vikur liðnar af nýju ári í nýrri reglugerð þar sem allir nemendur eru komnir í fullt skólastarf. Ný reglugerð gerði okkur kleift að sameina alla nemendahópa en þó með takmörkunum fyrir okkur út af tvenndunum. Nemendur okkar hafa staðið sig með eindæmum vel og eiga enn og aftur hrós skilið fyrir dugnað og aðlögunarhæfni. Við minnum samt áfram á það að þetta er ekki alveg búið og mikilvægt að huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Einnig eru takmarkanir á því að foreldrar komi inn í skólabyggingu eins og var áður. Við höldum áfram með gleði, samvinnu, virðingu og vináttu að leiðarljósi í bjartari daga.
Lesa meira

Skólastarf frá 5. janúar

Á morgun tekur gildi ný reglugerð vegna takmörkunar á skólastarfi. Fjöldatakmarkanir vegna nemendafjölda gera okkur erfitt fyrir sökum þess að tvenndirnar eru byggðar fyrir tvo árganga og nemendafjöldi þar vel yfir takmörkunum. Við höfum fundið lausn á því og getum því tekið við öllum nemendahópum á grunnskólastigi í hefðbundið skólastarf. Við gerum ákveðnar breytingar í list - og verkgreinum til að fá rými fyrir alla. Við þökkum starfsmönnum fyrir umburðarlyndi og endalausan sveigjanleika með vellíðan nemenda að leiðarljósi að þetta tókst. Valgreinar hjá nemendum í 7. - 9. bekk hefjast á mánudaginn. Við hlökkum til að sjá nemendur okkar og geta þeir allir mætt eftir stundatöflu á morgun.
Lesa meira

Starfsdagur á grunnskólastigi

Mánudaginn 4. janúar er starfsdagur hjá grunnskólastigi í Stapaskóla. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Við sjáumst hress og kát þriðjudaginn 5. janúar. Monday January 4th is a teachers work day at the primary school level in Stapaskóli. Therefore there is no school for students and the leisure center is closed. See you on Tuesday the 5th of January.
Lesa meira

Aðventan í Stapaskóla

Í desember hafa nemendur gert ýmislegt til eftirbreytni þó svo að hann sé búinn að vera öðruvísi en áður. Nemendur hafa verið að skreyta skólann, búa til jólakort, skreytt jólagluggana í tvenndum, búið til og skreytt jólatré í aðventugarðinum, borðað saman hátíðarmat, sýnt hvort öðru skemmtiatriði á jólaskemmtun á rafrænan hátt og átt gleðilega stund á litlu jólunum.
Lesa meira