07.02.2024
Nemendur í 5. bekk eru að læra um vatn í vísindasmiðjum og er eitt af markmiðum smiðjunnar að þekkja muninn á hreinu vatni og óhreinu. Eftir að hafa skoðað sýnilega óhreint vatn og unnið með síun til að ná því hreinu vaknaði spurning um hversu hreinn snjórinn sé. Hópur ákvað því að skoða það sem þeim fannst vera hreinn snjór. Eftir að snjórinn hafði bráðnað var hann skoðaður í smásjá og opnaðist heimur sem annars er okkur hulinn. Einnig var ákveðið að sía snjóinn tvisvar sinnum og skoða eftir hverja síun hvort munur hafi verið á.
Niðurstaðan er sú að það er ýmislegt sem leynist í hvítum snjó þó við sjáum það ekki. Hópurinn var ákveðinn í því að borða lítið af snjó og halda sig frekar við fersk kranavatn í staðinn.
Lesa meira
07.02.2024
Leikskólastig Stapaskóla verður lokað frá og með 3. júlí nk. til og með 6. ágúst 2024, vegna sumarleyfa barna og starfsfólks í skólanum.
Lesa meira
07.02.2024
Í dag, 7. febrúar, er Dagur tónlistarskólanna, dagurinn er árlegur hátíðisdagur íslenskra tónlistarskóla. Þessi dagur er fæðingardagur Gylfa Þ. Gíslasonar sem var menntamálaráðherra frá 1956-1971, en hann hefur gjarnan verið kallaður „faðir íslenskra tónlistarskóla“.
Við í Stapaskóla erum með fjölbreyttan hóp tónlistarskólanemanda en í skólanum gefst nemendum tækifæri á að stunda tónlistarnám á skólatíma í gegnum tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Degi tónlistarskólanna var fagnaði í dag með tónleikum hjá 5. og 6. bekk þar sem Jórunn tónmenntakennari fékk nemendur til þess að undirbúa atriði fyrir hvort annað. Á tónleikunum var spilað á píanó og klarínett auk þess sem bæði var sungið og rappað.
Lesa meira
31.01.2024
Nú spáir frekar vondu veðri í dag, 31. janúar. Við biðjum foreldra að fylgjast vel með veðurspám og vera viðbúin að þurfa að sækja börnin þegar skóla lýkur ef veðurspá gengur eftir.
Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf.
Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll.
Við slíkar aðstæður eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.
Lesa meira
30.01.2024
Haldið verður upp á dag leikskólans í öllum leikskólum landsins á ýmsan hátt.
Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og að kynna starfsemina út á við.
Við á leikskólastigi Stapaskóla ætlum að hafa opið hús frá kl. 9:30 – 10:30. Þá eru allir velkomnir að koma í heimsókn og sjá hvað fer fram í leikskólanum og jafnvel að taka þátt í leik barnanna.
Þann dag ætlum við líka að hafa fjólubláan dag þar sem fjólublár er litur Stapaskóla.
Lesa meira
29.01.2024
Í ár ákváðu nemendur Stapaskóla að skiptast ekki á gjöfum á litlu jólunum líkt og undanfarin ár heldur safna frjálsum framlögum og gefa til góðs málefnis. Nemendur kusu um hvaða málefni skyldi styrkja og úr varð að neyðarsöfnun UNICEF fyrir börnin á Gaza varð fyrir valinu.
Síðastliðinn föstudag, þann 26. janúar kom Birta María Sigurðardóttir fulltrúi UNICEF á Íslandi til okkar og veitti söfnun nemenda viðtöku. Nemendur söfnuðu 191.728 krónum og voru það nemendur í 5. og 6. bekk sem voru við afhendinguna.
Við í Stapaskóla erum afar stolt af nemendum okkar fyrir að fara þessa leið. Það er rík hefð fyrir því að skiptast á gjöfum síðasta skóladaginn fyrir jól og það er ekki sjálfsagt mál að þessi leið sé farin. Frábært framtak hjá nemendum skólans.
Lesa meira
26.01.2024
Á Þriðjudaginn í næstu viku, þann 30. janúar, verður samtalsdagur hér í Stapaskóla. Þá mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal hjá umsjónarkennurum. Þennan dag er því ekki hefðbundin skóli en frístundaheimillið Stapaskjól er þó opið á milli kl. 8:00 og 16:15 (fyrir þá sem eru skráðir).
Foreldrar / aðstandendur þurfa sjálfir að bóka viðtalið og er það gert í gegnum mentor. Nú þegar ættu þið að geta séð flís inn á mentor sem heitir foreldraviðtöl. Þegar klikkað er á hana geta foreldrar / aðstandendur bókað þann viðtalstíma sem hentar og í boði er.
Þegar foreldraviðtal er bókað í gegnum mentor þá er einnig hægt að skrifa skilaboð til kennara, t.d. ef óskað er eftir fjarfundi.
Ef foreldraviðtals-flísin birtist ekki hjá ykkur þegar þið opnið mentor þá er líklegt að þið séuð skráð inn á aðgangi barnsins þ.e. kennitölu þess og lykilorði. Nemendur sjá ekki foreldraviðtalsflísina á sínum aðgangi.
Við hvetjum ykkur til þess að mæta í viðtal með barninu ykkar á samskiptadeginum. Góð samskipti á milli heimilis og skóla eru lykillinn að góðum árangri og vellíðan barnanna.
Lesa meira
19.12.2023
Þá styttist í að allir nemendur og starfsfólk Stapaskóla fari í jólaleyfi.
Á morgun, 20. desember, eru litlu jól á grunnskólastigi, Nemendur mæta klukkan 10 og eiga notalega stund með samnemendum og kennurum sínum sem lýkur um 11. Eftir það eru nemendur komnir í jólafrí en mæta aftur 4. janúar 2024.
Á leikskólastigi er opið út föstudaginn 22. desember en þá hefst jólafrí fram til 2. janúar 2024.
Lesa meira