22.01.2025
Nemendur og starfsfólk Stapaskóla styrkja Vökudeild Landspítalans
Lesa meira
15.01.2025
Auka aðalfundur foreldrafélags grunnskólastigs Stapaskóla verður haldinn þriðjudaginn 28. janúar kl.18.00.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf ásamt fræðsluerindi um netöryggi frá Heimili og skóla. Í lokin förum við í skoðunarferð um íþróttamannvirki Stapaskóla.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll!
Lesa meira
13.01.2025
10 bekkur fékk heimsókn frá Tomas Gatt, jarðfræðingi ættuðum frá Austurríki.
Tomas lærði jarðfræði að hluta hér á Íslandi og hefur verið mikill áhugamaður um steina og steinamyndun á Íslandi. Eftir að hafa komið og skoðað Stapaskóla í vettvangsferð á vegum GEO-park jarðvangsins á svæðinu nú í haust setti Tomas sig í samband við skólann og bauð fram krafta sína í formi fræðslu og áhugafyrirlesturs.
Hann er að horfa til áframhaldandi náms og ákvað að prufukeyra fræðslu til ungmenna um steina, sér í lagi olifa kristalla, og fór yfir hringrás steina með 10 bekk. Í kjölfarið fengu nemendur að sjá ýmsa steina bæði frá Íslandi og annarsstaðar úr heiminum. Tomas sýndi einnig skífur með sýnum af steinum og kristöllum í smásjá sem vakti mikla lukku. Virkilega áhugaverður fyrirlestur sem nemendur sýndu mikinn áhuga.
Lesa meira
19.12.2024
Þá styttist í að allir nemendur og starfsfólk Stapaskóla fari í jólaleyfi.
Á morgun, 20. desember, eru litlu jól á grunnskólastigi, Nemendur mæta klukkan 10 og eiga notalega stund með samnemendum og kennurum sínum sem lýkur um 11. Eftir það eru nemendur komnir í jólafrí en mæta aftur 6. janúar 2025.
Á leikskólastigi er opið út morgundaginn 20. desember en þá hefst jólafrí fram til 2. janúar 2025.
Ath. skrifstofa skólans er einnig lokuð fram til 6. janúar, við bendum foreldrum barna á leikskólastigi að hafa samband í beint númer leikskólastigs 420-1615 ef einhverjar upplýsingar þurfa að berast.
Lesa meira
19.12.2024
Það er skemmtileg jólahefð hjá okkur í Stapaskóla að nemendur skreyta gluggana í tvenndinni sinni, nemendur í leikskólanum eru að sjálfsögðu með okkur í keppninni og skreyta gluggana á sinni deild. Keppt er á milli árganga og eru sigurvegarar á hverju stigi. Gluggarnir eru hverjum örðum glæsilegri og hefur verið erfitt verk fyrir dómara að velja fallegasta gluggann. Dómararnir okkar í ár voru Haraldur Axel grunnskólafulltrúi, Guðrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í Akurskóla og Katrín Jóna deildarstjóri í Akurskóla. Það var þeirra hlutverk að ganga á milli og gefa stig fyrir sköpun, frumleika og jólaanda. Það voru nemendur í 2. bekk, 3. bekk og 10. bekk
Lesa meira
15.11.2024
Í vetur fór af stað Erasmus+ verkefni sem ber heitið VOLT og stendur fyrir Volcanoes for teachers. Verkefnið miðar að því að stuðla að nýjum námsmöguleikum fyrir nemendur á mið- og unglingastigi grunnskóla. Áhersla er á að tengja saman námsgreinar þar sem rannsóknarstarf um eldfjallafræði er rauður þráður. Í þessu verkefni koma saman skólar og fyrirtæki frá 4 mismunandi löndum:
• Comune di Farnese/Riserva Naturale Selva del Lamone (frá Ítalíu)
• Associazione Italiana di Vilcanologia (frá Ítalíu)
• Io vivo dentro di me (frá Ítalíu)
• THESIO DIMOTIKO SCHOLEIO KO (frá Grikklandi)
• Quality Education in Europe for Sustainable Social Transformation, QUEST (frá Belgíu)
• Stapaskóli (frá Íslandi)
Stapaskóli tekur þátt í þessu verkefni og er einn þriggja skóla í Evrópu sem munu tengjast saman en hinir skólarnir eru frá Grikklandi og Ítalíu. Ásamt skólunum sem taka þátt eru 2 fyrirtæki frá Ítalíu og eitt frá Belgíu. Fyrirtæki sem koma að sjá um utanumhald á verkefninu, fræðslu á viðfangsefninu eða sem stuðningsaðili við þá gagnavinnslu sem mun eiga sér stað.
Verkefnið er í nokkrum liðum en ákveðið var að tengja það við 2012 árgang nemenda. Það sem snýr að starfsmönnum er að tengiliðir fá fræðslu í eldfjallafræðum ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum sem tengjast vinnu nemenda. Nemendur læra um eldfjöll og því sem tengist og taka á móti heimsóknum frá hópi nemenda sem koma í maí.
Að lokum má nefna að farið er af stað umsóknarferli fyrir nemendur í 7. bekk sem geta óskað eftir að fara sjálfir í ferðalag til Grikklands (í mars) eða Ítalíu (í september). Alls verða 8 nemendur valdir þar sem 4 fara í hvora ferð fyrir sig.
Okkur hlakkar mikið til komandi verkefnis með þessum flottu nemendum sem við eigum hér í skólanum.
Lesa meira