Fréttir

Vetrarfrí

Lesa meira

Svakaleg lestrarkeppni skólanna

Í gær 16. október hófst svakaleg lestrarkeppni og stendur hún til 16. nóvember milli grunnskólanna á Reykjanesi. Að þessu sinni ætlar stapaskóli að sjálfsögðu að taka þátt. Keppninn fer þannig fram að nemendur lesa eins margar blaðsíður og þeir geta á þessu tímabili og kennari skráir niður fjöldann. Sá skóli sem vinnur þessa keppni fær verðlaun og titilinn "Langbesti lestararskólinn á Reykjanesi". Nú er því tími til að bretta fram úr ermunum og lesa eins og vindurinn næstu vikur svo stapaskóli nái sem bestum árangri
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Stapaskóla

Hvernig hljómar skemmtilegt bingókvöld og kaffihúsastemning? Árlega heldur foreldrafélag Stapaskóla aðalfund þar sem upplýst er um hvað er búið að vera að gera og hvað er framundan. Þessir fundir eru mikilvægir til að tengja okkur, sjá hverjir eru í stjórninni. Opna á alls konar umræður sem eru okkur hugleikin og standa saman og halda vörð um börnin okkar. Við viljum benda á að allir foreldrar eru velkomnir og viljum við sjá sem flesta mæta og sýna samstöðu og styrkja tengsl milli heimilis og skóla. Að því tilefni viljum við senda ákall til ykkar að mæta á aðalfund, bjóða ykkur fram, taka þátt! Margar hendur vinna létt verk. Við sem samfélag þurfum að standa saman þegar það kemur að því er tengist börnunum okkar, sér í lagi ef horft er á það sem á sér stað í samfélagi okkar nú síðustu misseri. Að vera í foreldrafélagi krefst ekki mikils af manni ef margir eru saman. Verkefnið er ekki tímafrekt og því fleiri sem koma að, þeim mun léttara. Aðalfundurinn okkar verður í ár sameinaður foreldrafélagi leikskólastigs og munum við eftir stuttan fund setjast saman og spila bingó með góðum vinningum. Dagskráin er miðuð að fullorðnum en við vitum að það er ekki alltaf hægt og því bjóðum við að sjálfsögðu börn velkomin í FYLGD með fullorðnum. Á sama tíma verður 10. bekkur skólans með fjáröflun og bjóða upp á kaffihúsaveitingar og sölu á kökum. Hvenær er fundur: 17. október Hvenær: Klukkan 17:30 Hvar: Grunnskólastigi Stapaskóla
Lesa meira

Göngum í skólann

Verðlaunaafhending fyrir göngum í skólann fór fram föstudaginn 4.október. Nemendur mættu spenntir í tröllastigann til að fylgjast með úrslitum. Veittur er gullskórinn fyrir þann árgang sem notaði að meðaltali mest virkan ferðamáta. Í flokknum 1.-3.bekkur voru það nemendur í 3.bekk sem stóðu sig best og fengu gullskóinn. Í flokknum 4.-6.bekkur voru það nemendur í 6.bekk sem hlutu gullskóinn. Í flokknum 7.-10.bekk voru það nemendur í 7.bekk sem hrepptu gullskóinn. Æðislega skemmtilegt verkefni sem Stapaskóli tekur árlega þátt í.
Lesa meira

Lúlli löggubangsi í heimsókn

Í heilsu- og forvarnarviku kom Krissi lögga með Lúlla löggubangsa í heimsókn á leikskólastig Stapaskóla. Krissi sagði nemendum söguna um hann Lúlla og hvernig hann lærði að passa sig í umferðinni. Einnig var farið yfir mikilvægi þess að vera alltaf rétt spenntur í bílstólnum og að nota endurskinsmerki. Að endingu tók Krissi upp gítarinn og sungum við saman nokkur lög. Síðan fengu allir límmiða með kveðju frá Lúlla. Við þökkum Krissa og Lúlla kærlega fyrir komuna.
Lesa meira

Krissi lögga kom með Blæ

Í morgun fengum við Krissa löggu og Lúlla löggubangsa í heimsókn í tilefni af heilsu- og forvarnarviku. Ekki nóg með það heldur kom Krissi með Blæ handa yngstu nemendunum okkar á Völusteini. Blær er lítill bangsi sem þau munu eiga í leikskólanum alla sína leikskólagöngu. Leikskólinn okkar er Vináttuskóli en Vinátta er forvarnarverkefni sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa að og gefa út í samstarfi við Red Barnet – Save the Children í Danmörku og Mary Fonden samtökin. Markmið Vináttu er að: efla félagsfærni, styrkja sjálfsmynd, stuðla að jákvæðum samskiptum, efla samstöðu og að koma í veg fyrir einelti innan barnahópsins. Jafnframt byggir verkefnið á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem eru í samræmi við Barnasáttmálann, heimsmarkmiðin og aðalnámskrá. Til að ná sem mestum árangri er mikilvægt að allir sem koma að börnunum séu samstíga, þekki Vináttu og tileinki sér gildin sem hugmyndafræðin byggir á en þau eru: virðing, hugrekki, umburðarlyndi og umhyggja. Þar skipta foreldrar einna mestu máli enda eru þeir fyrirmyndir barna sinna og spegla þeirra viðhorf, framkomu og samskipti. Bangsinn Blær er táknmynd vináttunnar í verkefninu, honum fylgja litlir hjálparbangsar sem ætlaðir eru hverju barni sem tekur þátt í Vináttu. Blær og hjálparbangsarnir tákna traust og vináttu og er ætlað að minna börnin á að passa upp á aðra og að vera góður félagi allra. Litli Blær á heima í skólanum en börnin fá hann með sér heim að lokinni leikskólagöngu.
Lesa meira