Sumarfrí á skrifstofu og leikskólastigi

Nú þegar sumarfrí barna á grunnskólastigi er hafið viljum við upplýsa um sumarlokun og opnunartíma skrifstofu og leikskólastigs skólans.

Skrifstofa skólans fer í sumarfrí eftir klukkan 14:00 föstudaginn 20. júní og opnar aftur miðvikudaginn 6. ágúst.

Á leikskólastigi er opið til klukkan 14:00 þriðjudaginn 1. júlí. Börnin og starfsfólk mæta svo hress og kát aftur þann 6. ágúst klukkan 11:00.

Verðandi fyrstu og annars bekkingar geta svo hafið leik í frístundaheimili grunnskólanna, eða sumarfrístund eins og við köllum það, frá 11. ágúst og fram að skólasetningu að undanskildum 15. ágúst en þá er námskeið fyrir allt starfsfólk skólans.

Skráning er þegar hafin og fer fram á vefsíðunum www.mittreykjanes.is eða www.sumar.vala.is. Við hvetjum foreldra til að skrá börnin sín sem fyrst til að tryggja þeim pláss í þessu skemmtilega sumarstarfi.

Hlökkum til að sjá ykkur öll aftur eftir sumarfrí!