Gjöf frá foreldrafélagi

Í dag afhenti Grétar Már Garðarsson, formaður foreldrafélags grunnskólastigs, Stapaskóla nýja bolta að gjöf.

Boltarnir munu nýtast nemendum vel í frímínútum og útikennslu og styrkja þannig fjölbreytta hreyfingu og leik í skólanum.

Stapaskóli þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir stuðninginn og góða samvinnu í þágu nemenda.