Fréttir

Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans er 6. febrúar næskomandi. Haldið verður upp á dag leikskólans í öllum leikskólum landsins á ýmsan hátt. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og að kynna starfsemina út á við. Við á leikskólastigi Stapaskóla ætlum að hafa fjólubláan dag þar sem fjólublár er litur Stapaskóla. Einnig munum við gera ýmis verkefni tengd því að vera í leikskóla.
Lesa meira

Gefðu 10

Lesa meira

Látum gott af okkur leiða um jólin

Nemendur og starfsfólk Stapaskóla styrkja Vökudeild Landspítalans
Lesa meira

Auka aðalfundur foreldrafélags

Auka aðalfundur foreldrafélags grunnskólastigs Stapaskóla verður haldinn þriðjudaginn 28. janúar kl.18.00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf ásamt fræðsluerindi um netöryggi frá Heimili og skóla. Í lokin förum við í skoðunarferð um íþróttamannvirki Stapaskóla. Við hlökkum til að sjá ykkur öll!
Lesa meira

Heimsókn frá Tomas Gatt, jarðfræðingi.

10 bekkur fékk heimsókn frá Tomas Gatt, jarðfræðingi ættuðum frá Austurríki. Tomas lærði jarðfræði að hluta hér á Íslandi og hefur verið mikill áhugamaður um steina og steinamyndun á Íslandi. Eftir að hafa komið og skoðað Stapaskóla í vettvangsferð á vegum GEO-park jarðvangsins á svæðinu nú í haust setti Tomas sig í samband við skólann og bauð fram krafta sína í formi fræðslu og áhugafyrirlesturs. Hann er að horfa til áframhaldandi náms og ákvað að prufukeyra fræðslu til ungmenna um steina, sér í lagi olifa kristalla, og fór yfir hringrás steina með 10 bekk. Í kjölfarið fengu nemendur að sjá ýmsa steina bæði frá Íslandi og annarsstaðar úr heiminum. Tomas sýndi einnig skífur með sýnum af steinum og kristöllum í smásjá sem vakti mikla lukku. Virkilega áhugaverður fyrirlestur sem nemendur sýndu mikinn áhuga.
Lesa meira