Lúðrasveit Tónlistaskóla Reykjanesbæjar heimsótti Stapaskóla

Lúðrasveit Tónlistaskóla Reykjanesbæjar hélt skemmtilega tónleika og hljóðfærakynningu fyrir nemendur í 3., 4. og 5. bekk Stapaskóla í íþróttahúsi skólans. Nemendum í sömu árgöngum í Akurskóla var einnig boðið að koma og njóta tónleikanna.

Þau fluttu meðal annars vinsæl lög úr teiknimyndinni Aladdín og á milli laga kynntu meðlimir lúðrasveitarinnar hin ýmsu hljóðfæri fyrir nemendum.

Tónleikarnir vöktu mikla lukku meðal nemenda sem hlustuðu af áhuga og tóku virkan þátt í kynningunni. Þetta var bæði fræðandi og skemmtileg stund sem vakti án ef áhuga margra á tónlist og hljóðfæraleik.

Við þökkum Lúðrasveit Tónlistaskóla Reykjanesbæjar kærlega fyrir heimsóknina og frábæra tónleika.