Fréttir

Skólakeppni Stóru Upplestrarkeppninnar

Skólakeppni Stóru Upplestrarkeppninnar var haldin á sal Stapaskóla þriðjudaginn 20. febrúar. Keppnin er árlegur viðburður í starfi skólans, nemendur í 7. bekk hefja formlegan undirbúning upplestrar á Degi íslenskrar tungu. Nemendur eru hvattir til að lesa og æfa sig í vönduðum upplestri með það að markmiði að vera þátttakendur í keppninni sem haldin er ár hvert. Í ár voru sex nemendur sem unnu sér rétt til þátttöku í skólakeppninni eftir bekkjarkeppni sem haldin var sl.þriðjudag. Þeir sex nemendur sem unnu sér rétt til þátttöku í skólakeppninni voru: Dagný Lilja Ásgeirsdóttir Kolbeinn Magnússon Smith Hildur Ósk Guðnadóttir Gabríel Örn Ágústsson Sara Björt Alexandersdóttir Daníel Orri Hjaltason Keppnin tókst einstaklega vel og voru nemendur mjög vel undirbúnir. Dómarar í keppninnar í ár voru: Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari fisktækniskólanns, Katrín Jóna Ólafsdóttir deildastjóri í Akurskóla og Brynhildur Sigurðardóttir kennari við Stapaskóla. Sigurvegarar keppninnar fá keppnisrétt á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem mun fara fram í Hljómahöll 6.mars nk. Sigurvegararnir voru þau Hildur Ósk Guðnadóttir og Gabríel Örn Ágústsson. Auk þeirra var Sara Björt Alexandersdóttir valin sem varamaður en þau koma öll til með að halda áfram æfingum og undirbúa sig fyrir lokakeppnina. Við óskum öllum keppendum til hamingju með vandaðan upplestur og hugrekki að standa fyrir framan fullan sal af fólki. Einnig þökkum við kennurum fyrir undirbúninginn og nemendum í sal fyrir gott hljóð og kurteisi. Íris Brynja og Dagbjört Dóra komu og fluttu ljóð fyrir hópinn en þær kepptu í Hljómahöll fyrir hönd Stapaskóla á síðast skólaári.
Lesa meira

Breyting á skóladagatali

Árshátíð Stapaskóla færist frá 11. apríl til 24. apríl. Breytingin hefur verið staðfest af starfsfólki og skólaráði. Nemendur í 7. - 10. bekkur eru með sína árshátíð að kvöldi 23. apríl og nemendur í 1. - 6. bekk miðvikudaginn 24. apríl.
Lesa meira

Vetrarfrí á grunnskólastigi

Á morgun fimmtudag og föstudag, 15. og 16. febrúar, er vetrarfrí á grunnskólastigi. Þá er skólinn og frístundaheimilið lokað.
Lesa meira

Skólastarf í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum

Að öllu óbreyttu verður skólastarf í öllum leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum á morgun mánudaginn 12. febrúar. Þetta á einnig við um starfsemi frístundaheimila. Þess má geta að skipulagt íþróttastarf hjá börnum og ungmennum fellur niður. Vel gengur að koma og halda hita á skólabyggingum en starfsfólk sveitarfélaganna og aðgerðastjórn Suðurnesja hafa nýtt helgina til að koma fyrir hitablásurum í allar byggingar. Staðan verður tekin reglulega og upplýsingar verða sendar frá skólastjórnendum til foreldra/forráðamanna ef gera þarf breytingar og aðlaga skólastarf að þeim.
Lesa meira

Skólahald fellur niður

Ágætu foreldrar Á morgun föstudag 9.febrúar (og á meðan ekki er heitt vatn á sveitarfélaginu) fellur allt skólastarf í leik- og grunnskólum auk tónlistarskóla niður vegna þess. Neyðarstjórn sveitarfélagsins er að störfum og munum við flytja ykkur fréttir jafn óðum og ef aðstæður breytast. https://www.reykjanesbaer.is/is/moya/news/category/6/skerding-a-starfsemi-sveitarfelagsins-vegna-heitavatnsleysis Hlýjar kveðjur Stjórnendur Dear parents Tomorrow, Friday, February 9 (and while there is no hot water in the municipality), all school activities in kindergartens and primary school as well as music schools will be canceled because of this. The municipality's emergency management is at work and we will inform you as soon as the news changes. https://www.reykjanesbaer.is/is/moya/news/category/6/skerding-a-starfsemi-sveitarfelagsins-vegna-heitavatnsleysis Warm greetings Anna Kristjana Hjaltested
Lesa meira

Jarðhræringar, v. almannavarnarástands.

Ágætu foreldrar Nú er heitavatnslögnin til Reykjanesbæjar farin undir hraun. Við erum að fylgjast með, búin að loka öllum gluggum og hiti er enn góður. Við munum því klára skóladaginn á grunnskólastigi. Við eigum von á aðgerðaráætlun frá neyðarstjórn Reykjanesbæjar og sendum ykkur um leið og við fáum frekari upplýsingar. Við biðjum ykkur að fylgjast með tölvupósti og heimasíðu skólans.
Lesa meira

Er snjórinn hreinn?

Nemendur í 5. bekk eru að læra um vatn í vísindasmiðjum og er eitt af markmiðum smiðjunnar að þekkja muninn á hreinu vatni og óhreinu. Eftir að hafa skoðað sýnilega óhreint vatn og unnið með síun til að ná því hreinu vaknaði spurning um hversu hreinn snjórinn sé. Hópur ákvað því að skoða það sem þeim fannst vera hreinn snjór. Eftir að snjórinn hafði bráðnað var hann skoðaður í smásjá og opnaðist heimur sem annars er okkur hulinn. Einnig var ákveðið að sía snjóinn tvisvar sinnum og skoða eftir hverja síun hvort munur hafi verið á. Niðurstaðan er sú að það er ýmislegt sem leynist í hvítum snjó þó við sjáum það ekki. Hópurinn var ákveðinn í því að borða lítið af snjó og halda sig frekar við fersk kranavatn í staðinn.
Lesa meira

Sumarleyfi á leikskólastigi 3. júlí til 6. ágúst

Leikskólastig Stapaskóla verður lokað frá og með 3. júlí nk. til og með 6. ágúst 2024, vegna sumarleyfa barna og starfsfólks í skólanum.
Lesa meira

Dagur tónlistarskólanna

Í dag, 7. febrúar, er Dagur tónlistarskólanna, dagurinn er árlegur hátíðisdagur íslenskra tónlistarskóla. Þessi dagur er fæðingardagur Gylfa Þ. Gíslasonar sem var menntamálaráðherra frá 1956-1971, en hann hefur gjarnan verið kallaður „faðir íslenskra tónlistarskóla“. Við í Stapaskóla erum með fjölbreyttan hóp tónlistarskólanemanda en í skólanum gefst nemendum tækifæri á að stunda tónlistarnám á skólatíma í gegnum tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Degi tónlistarskólanna var fagnaði í dag með tónleikum hjá 5. og 6. bekk þar sem Jórunn tónmenntakennari fékk nemendur til þess að undirbúa atriði fyrir hvort annað. Á tónleikunum var spilað á píanó og klarínett auk þess sem bæði var sungið og rappað.
Lesa meira

Foreldrar / forráðamenn fylgjast með veðri!

Nú spáir frekar vondu veðri í dag, 31. janúar. Við biðjum foreldra að fylgjast vel með veðurspám og vera viðbúin að þurfa að sækja börnin þegar skóla lýkur ef veðurspá gengur eftir. Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf. Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni. Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Við slíkar aðstæður eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.
Lesa meira