Fréttir

Sameiginleg söngstund á útisvæði

Á mildum og góðum dögum getur verið gaman að brjóta upp hið hefðbundna starf í leikskólanum. Það höfum við gert undanfarið og verið með sameiginlega söngstund á útisvæði. Það er fátt betra en að syngja hástöfum úti undir beru loft, þenja lungun vel og fá frískt loft í leiðinni. Ferskt loft er gott fyrir lungun og kemur blóðinu á hreyfingu. Svo léttir söngur lundina.
Lesa meira

Starfsdagur á leikskólastigi

Á miðvikudaginn 25. september er starfsdagur á leikskólastigi. Þá eru kennarar og starfsfólk að efla sig í starfi með fræðslu og samvinnu. Leikskólastigið er því lokað þennan dag.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ og Stapaskóla

Föstudaginn 6.september 2024 fór fram Ólympíuhlaupið hjá okkur í Stapaskóla. Í Ólympíuhlaupinu hlaupa og/eða ganga nemendur 1,8 km hring í hverfinu okkar og reyna að ná eins mörgum hringjum að þau geta á einni klukkustund. Markmið með Ólympíuhlaupinu er að hvetja nemendur að stunda holla hreyfingu og að allir taki þátt. Hlaupið fór fram í góðu veðri og var mikil gleði og ánægja meðal nemenda í hlaupinu. Árangur skólans var frábær og hljóp skólinn samtals 949 hringi eða 1708 km. Veitt voru sérstök viðurkenningarskjöl í eftirfarandi flokkum 1.-4.bekkur 3 hringi (5km) eða meira. 5.-10.bekkur 5 hringir (9km) eða meira. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir þann árgang sem fór að meðaltali flesta kílómetra. Í ár var það níundi bekkur sem unnu þessi verðlaun. Frábært og vel heppnað Ólympíuhlaup hjá okkur í Stapaskóla.
Lesa meira

Starfsdagur á grunnskólastigi

Föstudaginn 13. september er starfsdagur á grunnskólastigi Stapaskóla, frístundaheimilið Stapaskjól er einnig lokað þann dag vegna starfsdags. Kennarar og starfsfólk skóla nýtir daginn í fræðslu, skipulag og undirbúning.
Lesa meira

Farsæld barna - samþætting þjónustu

Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 tekið gildi. Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 - 18 ára aldurs. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Strax við fæðingu barns, eða eftir atvikum á meðgöngu, eiga foreldrar og börn rétt á þjónustu tengiliðar eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu þjónustu á fysta stigi í samræmi við óskir foreldra og eða barns. Tengiliður er einstaklingur í nærumhverfi barnsins: Tengiliðir Stapaskóla eru eftirfarandi: Pálína Hildur Sigurðardóttir er tengiliður á leikskólastigi, netfang palina.h.sigurdardottir@stapaskoli.is Elísabet Sigríður Guðnadóttir er tengiliður á leikskólastigi, netfang elisabet.s.gudnadottir@stapaskoli.is Rannveig J. Guðmundsdóttir er tengiliður á grunnskólastigi, netfang rannveig.j.gudmundsdottir@stapaskoli.is
Lesa meira

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólanemendur

Nú í vetur verður sú breyting að skólamáltíðir (hádegismatur) grunnskólanemenda verða gjaldfrjálsar fyrir alla nemendur. Til að framkvæmd þessi verði sem best þurfa foreldrar/forráðafólk nú að skrá hvern nemanda í mataráskrift ef vilji er til að nýta skólamatinn. Skráning nemenda í áskrift er nauðsynleg til að tryggja máltíðir fyrir alla sem þess óska en með því má halda matarsóun í lágmarki. Skráning í mataráskrift hefst fimmtudaginn 22. ágúst 2024 á www.skolamatur.is Á hverjum degi bjóðum við upp á tvo næringarríka aðalrétti, þar af er annar ávallt vegan. Meðlætisbar er í boði daglega og á honum má finna fjölbreytt úrval af fersku grænmeti og ávöxtum. Á heimasíðu Skólamatar: www.skolamatur.is finnur þú upplýsingar um matseðla, innihaldslýsingar og næringarútreikning allra máltíða. Þar er einnig hægt að skrá sig á póstlista og fá þá matseðilinn í tölvupósti. Við erum dugleg að deila upplýsingum og öðrum fróðleik á samfélagsmiðlana okkar. Þú getur fylgt okkur þar: www.facebook.com/skolamatur og @skolamatur_ehf á Instagram.
Lesa meira

Skólasetning hjá 1. bekk

Við bjóðum nemendur og foreldra 1. bekkjar hjartanlega velkomin á skólasetningu 23. ágúst kl.11.00 á sal skólans. Skólastjóri heldur ávarp, fræðsluerindi er fyrir foreldra og hópefli fyrir nemendur.
Lesa meira