Fréttir

Aðventan í Stapaskóla - Grunnskólastig

Í desember verður skólastarfið brotið upp með ýmsum hátíðlegum viðburðum. Nemendur taka þátt í söng, föndri, skreytingum og njóta saman notalegra stunda. Á myndinni má sjá yfirlit helstu viðburða en nánari upplýsingar um uppbrot mun berast frá umsjónarkennurum og í vikupistlum árganga.
Lesa meira

Stapavaka

Fimmta Stapavakan hefst: Glæsileg sýning á STEAM verkefnum Nú er komið að hinni árlegu og skemmtilegu Stapavöku, þeirri fimmtu í röðinni. Skólinn iðar af lífi því nemendur á unglingastigi kynna nú stolti afrakstur vinnu sinnar. Viðfangsefnin eru margvísleg en nemendur í 7. og 8. bekk rannsaka áhrif mannsins á jörðina og varpa ljósi á umhverfismál samtímans. Á sama tíma sökkva nemendur í 9. og 10. bekk sér ofan í málefni tengd auðlindum og skoða nýtingu þeirra frá ýmsum hliðum. Það er aðdáunarvert að sjá hversu mikinn metnað krakkarnir leggja í verkefnin sín. Sýningin fer fram á 2. hæð skólans. Þar eru niðurstöður rannsókna og fjölbreyttar tilraunir til sýnis fyrir gesti og gangandi. Öll eru velkominn að koma og sjá afurðir nemenda og fræðast um tilraunir þeirra.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu í Stapaskóla

Dagur íslenskrar tungu, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, var haldin hátíðlegur í Stapaskóla s.l. föstudag með fjölbreyttri dagskrá. Nemendur og starfsfólk skólans héldu upp á daginn til að minna á mikilvægi íslenskunnar, tungumálsins sem tengir okkur saman og heldur á lofti menningu okkar og sögu. Nemendur í 1.-6. bekk komu hvert af öðru fram og fluttu atriðin sín fyrir samnemendur í Tröllastiganum. Börnin fluttu bæði söng og upplestur og skapaðist hlý og ánægjuleg stemming. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað þau fluttu atriðin sín af einlægni og stolti. Nemendur í 7. – 10 bekk komu einnig saman í Tröllastiganum. Katla Diljá í 8. bekk las upp ljóð sem hún vann með í Stóru upplestrarkeppninni s.l. mars. Að því loknu rétti hún tveimur nemendum í 7. bekk Stóra upplestrarkeppnis keflið sem markar upphaf æfinga hjá 7. bekk þar sem þau taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni eftir áramót. Einnig var haldin lífleg og skemmtileg spurningakeppni milli kennara og nemenda. Keppnin fór fram í góðu hófi með húmor í fyrirrúmi. Ekki skemmdi það fyrir að nemendur stóðu sig með prýði og höfðu að lokum betur gegn kennurunum. Dagskráin í heild sinni var bæði fræðandi og skemmtileg og endurspeglaði vel mikilvægi íslenskrar tungu í skólastarfi okkar.
Lesa meira

Foreldrar / forráðamenn fylgjast með veðri!

Nú spáir frekar vondu veðri seinnipartin í dag, þriðjudaginn 28. október. Við biðjum foreldra að fylgjast vel með veðurspám og vera viðbúin að þurfa að sækja börnin þegar skóla lýkur ef veðurspá gengur eftir. Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf. Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni. Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Við slíkar aðstæður eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.
Lesa meira

Lúðrasveit Tónlistaskóla Reykjanesbæjar heimsótti Stapaskóla

Lúðrasveit Tónlistaskóla Reykjanesbæjar hélt skemmtilega tónleika og hljóðfærakynningu fyrir nemendur í 3., 4. og 5. bekk Stapaskóla í íþróttahúsi skólans. Nemendum í sömu árgöngum í Akurskóla var einnig boðið að koma og njóta tónleikanna. Þau fluttu meðal annars vinsæl lög úr teiknimyndinni Aladdín og á milli laga kynntu meðlimir lúðrasveitarinnar hin ýmsu hljóðfæri fyrir nemendum. Tónleikarnir vöktu mikla lukku meðal nemenda sem hlustuðu af áhuga og tóku virkan þátt í kynningunni. Þetta var bæði fræðandi og skemmtileg stund sem vakti án ef áhuga margra á tónlist og hljóðfæraleik. Við þökkum Lúðrasveit Tónlistaskóla Reykjanesbæjar kærlega fyrir heimsóknina og frábæra tónleika.
Lesa meira