Heimsókn Þorgríms Þráinssonar – „Verum ástfangin af lífinu“

Nemendur í 10. bekk fengu á mánudaginn 1. september hvetjandi fyrirlestur frá rithöfundinum og fyrirlesaranum Þorgrími Þráinssyni.

Fyrirlesturinn bar heitið „Verum ástfangin af lífinu“ og fjallaði um mikilvægi jákvæðni, góðvildar og sjálfsumhyggju.

Þorgrímur hvatti nemendur til að vera jákvæðir leiðtogar í eigin lífi og leggja áherslu á litlu hlutina sem skipta máli. Hann minnti á að þakklæti, samkennd og jákvæðar venjur geti styrkt sjálfstraust og hjálpað unglingum að trúa á eigin getu.

Einnig ræddi hann mikilvægi þess að hugsa vel um líkama og sál, að fá nægan svefn, hreyfa sig reglulega og borða hollt. Með því að hlúa að heilsunni byggjum við upp grunn að innihaldsríku og góðu lífi.

Fyrirlesturinn var bæði hvetjandi og áhrifaríkur.