- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Þann 25. september síðastliðinn tók skólinn þátt í alþjóðlegum Fánadegi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Einn fulltrúi hvers aldurs, frá 5 ára upp í 15 ára, komu saman og flögguðu fána Heimsmarkmiðanna fyrir utan skólabygginguna í sannarlega íslensku haustveðri.
Fánadagurinn, sem haldinn var í annað sinn á Íslandi, var skipulagður af UN Global Compact á Íslandi í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNA Iceland). Með þessum viðburði lögðu nemendur okkar sitt af mörkum til að vekja athygli á mikilvægi Heimsmarkmiðanna undir slagorðinu "Saman fyrir Heimsmarkmiðin" eða #TogetherForTheSDGs.
Fánadagurinn var fyrst haldinn árið 2019 og hefur vaxið hratt að vinsældum. Um allan heim tóku hundruð fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka, skóla og sveitarfélaga þátt í átakinu. Markmið dagsins var að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og hvetja til aðgerða sem stuðla að sjálfbærri þróun fyrir árið 2030.
Skólinn flaggaði fána heimsmarkmiðanna ásamt öðrum stofnunum um allan heim og sýndi þannig í verki stuðning sinn við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Á sama tíma hófst sjálfbærnivika Reykjanesjarðvangs en hann mun verða árviss viðburður hér á svæðinu. Stapaskóli mun því vinna að því að ýta undir mikilvægi sjálfbærni á þeim tíma en ávalt halda þeim viðmiðum hátt undir höfði með innleiðingu markmiða UNESCO um sálfbæra þróun.