- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Fimmtudaginn 28. ágúst fór fram fyrsta morgunopnunin í FjörStapa, félagsmiðstöðinni sem staðsett er í Fjölnotasalnum Stapaskóla. Þar geta nemendur í 7.–10. bekk komið saman, spilað, spjallað og slakað á í notalegu umhverfi. Í félagsmiðstöðinni starfar Petra Wium Sveinsdóttir á vegum Fjörheima.
Aðsóknin hefur verið mjög góð frá fyrsta degi og eru nemendur afar ánægðir með þessa nýju viðbót við skólasamfélagið. Sama dag fór einnig fram fyrsta kvöldopnunin og var greinilegt að margir höfðu beðið eftir því að fá félagsmiðstöð í hverfið. Fjölbreytt dagskrá var í boði, þar á meðal leikir, pókó, fótbolti úti í góðu veðri og skemmtileg pizzaveisla í boði FjörStapa.
Nemendur komu jafnframt með fjölmargar hugmyndir að því hvað þau vilja gera í vetur og verður það grunnurinn að spennandi og fjölbreyttu starfi félagsmiðstöðvarinnar.
Fjörheimar eru nú með fjórar starfstöðvar og bjóða ungmenni í Reykjanesbæ upp á skipulagt félagsmiðstöðvastarf öll virk kvöld skólaársins.
Hér að neðan má sjá opnunartíma Fjörheima í Stapaskóla skólaárið 2025–2026.
👉 Fyrir 8.–10. bekk:
Alla virka daga í frímínútum og hádegi
Þriðjudaga, fimmtudaga og annan hvern föstudag kl. 19:00–21:30
👉 Fyrir 5.–7. bekk:
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14:00–15:30
Sérstakar opnanir fyrir 7. bekk á miðvikudögum kl. 15:30–17:00