- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Baráttudagur gegn einelti fer fram á landsvísu þann 8. nóvember. Markmiðið með deginum er að efna til umræðu og fræðslu gegn einelti og leita leiða til jákvæðari samskipta.
Föstudaginn 7. nóvember hvetjum við alla til að mæta í einhverju grænu til að minna á að við öll viljum vera græni karlinn í eineltishringnum. Þennan dag ætlum við að efna til umræðu, fræðslu og vinna verkefni til að vinna gegn einelti og efla jákvæð samskipti.
Í Stapaskóla er lögð áhersla á að efla jákvæð samskipti og styrkja bekkjaranda. Vikulega eru haldnir bekkjarfundir þar sem nemendur ræða saman um samskipti, vináttu og líðan í bekknum. Í upphafi skólaárs semja nemendur bekkjarreglur ásamt kennurum sínum og læra jafnframt að þekkja einkenni og afleiðingar eineltis.
Til að stuðla að virkum lærdómi eru nýtt myndbönd, hlutverkaleikir og umræðuhópar þar sem nemendur fá tækifæri til að skoða mismunandi aðstæður og finna lausnir. Markmiðið er að gera þau meðvituð um eigin ábyrgð, efla samkennd og kenna þeim að taka rétta afstöðu þegar þau verða vör við einelti eða útilokun.
