10.12.2025
Í vikunni hafa nemendur á unglingastigi verið að læra um hefðir og hátíðir tengdar trúarbrögðum og vill svo skemmtilega til að í dag héldum við upp á okkar árlegu jólahefð, pálínuboðið.
Nemendur komu með veitingar á hlaðborðið og voru kræsingarnar ekki af verri endanum og buðu foreldrum í kaffi. Okkur þykir gríðarlega vænt um þessa hefð þar sem við höfum tækifæri til þess að eyða gæðastund með nemendum og hitta foreldra og forráðamenn.
Viljum þakka ykkur fyrir góða mætingu og gera okkur það kleift að halda þetta boð og bjóða upp á notalegt uppbrot í desember.
Lesa meira
08.12.2025
Í Stapaskóla vinnum við markvisst að því að skapa nemendum gott námsumhverfi sem veitir þeim tilfingalegt öryggi í anda Heillaspora. Með þessum pistlu viljum við veita innsýn inn í hvernig við í sameiningu getum skapað öryggi fyrir börnin í desember.
Lesa meira
04.12.2025
Nemendur í 3. -6. bekk fengu skemmtilega heimsókn í gær, 3. desember, þegar rithöfundurinn Bjarni Fritzson kom í skólann til að kynna bækur sínar um hinn vinsæla Orra óstöðvandi.
Bjarni las upp úr nýjustu bók sinni við mikinn áhuga nemenda og gaf nemendum innsýn inn í sköpunarferlið. Hann svaraði fjölda spurninga um bækurnar af sinni alkunnu hlýju og húmor. Einnig hvatti hann nemendur sérstaklega til að lesa reglulega og hlúa að eigin sköpunargleði.
Einn af hápunktum heimsóknarinnar var lífleg og skemmtileg hraðaspurningakeppni þar sem nemendur tóku virkan þátt og létu vel í sér heyra. Stemningin var frábær og allir skemmtu sér konunglega.
Heimsókn Bjarna er mikil hvatning í lestrarátakinu okkar og þökkum við honum kærlega fyrir frábæra heimsókn!
Lesa meira
28.11.2025
Jólaföndur foreldrafélagsins 1. desember frá kl. 17.30 - 19.00
Í boði verður fjölbreytt úrval af föndri fyrir börn og fullorðna.
Við hvetjum alla til þess að mæta og eiga notalega stund með krökkunum sínum.
Lesa meira
27.11.2025
Nú gengur í garð desembermánuður með öllum þeim spenningi og tilhlökkun sem honum fylgir. Þrátt fyrir að margt sé um að vera á aðventunni leggjum við áherslu á að halda í daglegar venjur og rútínu eins og kostur er, til að tryggja vellíðan barnanna í amstri hátíðanna.
Dagskráin verður þó með hátíðlegu ívafi. Við munum eiga notalegar aðventusöngstundir alla föstudaga og börnin vinna hörðum höndum að því að útbúa jólagjafir handa ykkur. Hátíðarmaturinn verður á sínum stað ásamt „litlu jólunum“ okkar og aldrei að vita nema rauðklæddir sveinar láti sjá sig í heimsókn. Það verður því sannarlega líf og fjör á leikskólastiginu á næstunni.
Vegna skipulags framundan vil ég minna á að leikskólastigið fer í jólaleyfi þann 24. desember. Starfsemi hefst svo aftur á nýju ári mánudaginn 5. janúar.
Við hlökkum til að eiga góða aðventu með börnunum ykkar.
Aðventudagskrá er í viðhengi
Lesa meira
25.11.2025
Í desember verður skólastarfið brotið upp með ýmsum hátíðlegum viðburðum. Nemendur taka þátt í söng, föndri, skreytingum og njóta saman notalegra stunda.
Á myndinni má sjá yfirlit helstu viðburða en nánari upplýsingar um uppbrot mun berast frá umsjónarkennurum og í vikupistlum árganga.
Lesa meira
24.11.2025
Fimmta Stapavakan hefst: Glæsileg sýning á STEAM verkefnum
Nú er komið að hinni árlegu og skemmtilegu Stapavöku, þeirri fimmtu í röðinni. Skólinn iðar af lífi því nemendur á unglingastigi kynna nú stolti afrakstur vinnu sinnar.
Viðfangsefnin eru margvísleg en nemendur í 7. og 8. bekk rannsaka áhrif mannsins á jörðina og varpa ljósi á umhverfismál samtímans. Á sama tíma sökkva nemendur í 9. og 10. bekk sér ofan í málefni tengd auðlindum og skoða nýtingu þeirra frá ýmsum hliðum. Það er aðdáunarvert að sjá hversu mikinn metnað krakkarnir leggja í verkefnin sín.
Sýningin fer fram á 2. hæð skólans. Þar eru niðurstöður rannsókna og fjölbreyttar tilraunir til sýnis fyrir gesti og gangandi.
Öll eru velkominn að koma og sjá afurðir nemenda og fræðast um tilraunir þeirra.
Lesa meira